„Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega“ Atli Arason skrifar 4. mars 2021 22:56 Darri Freyr þjálfari KR-inga VÍSIR/VILHELM Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. „Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum. Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
„Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum.
Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45