Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2021 14:07 Alexander Gauland, annar leiðtoga AfD á þýska þinginu. Getty Þýska leyniþjónustan hefur breytt skilgreiningu á hægriþjóðernisflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland (AfD)) á þann veg að hann er nú skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu. Þessi nýja skilgreining veitir leyniþjónustunni auknar heimildir til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. AfD varð í þingkosningunum 2017 þriðji stærsti flokkur landsins og er í dag sá stærsti af fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi. Leyniþjónustan Bundesamt für Verfassungsschutz (BFV) skilgreinir flokkinn nú sem hreyfingu sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu, en stjórnarskrá landsins veitir BFV þá ákveðnar heimildir til að fylgjast með starfseminni, með ákveðnum takmörkunum þó. Þannig verður leyniþjónustunni nú ekki heimilt að fylgjast með þingmönnum AfD á þýska þinginu eða á Evrópuþinginu. Liðsmenn Flügel til skoðunar Ákvörðun þýsku leyniþjónustunnar um breytta skilgreiningu á AfD á að hafa verið tekin í síðustu viku. Var þar vísað í nýja, rúmlega þúsund síðna skýrslu þar sem saman hafa verið tekin upplýsingar um orð og gjörðir fjölda meðlima AfD. Er þar sérstaklega fjallað um liðsmenn Flügel, ákveðins hóps manna sem talinn er hafa sterk ítök í flokknum. Leiðtogar AfD, þingmennirnir Alexander Gauland og Alice Weidel, segja ákvörðun leyniþjónustunnar skorta bæði rökstuðning og lagalega stoð. Hafa þegar verið til skoðunar í einstökum sambandsríkjum Yfirvöld í Brandenburg, Saxlandi-Anhalt, Þýringalandi og Saxlandi hafa þegar fylgst sérstaklega með starfsemi flokksins, en þessi breyting hjá leyniþjónustunni veitir henni heimild til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu. Ungliðahreyfingar AfD hafa víða verið sérstaklega til skoðunar hjá yfirvöldum. AfD var stofnað 2013 og hafa leiðtogar flokksins talað mikið gegn ríkjandi valdakerfi og sömuleiðis straumi innflytjenda til landsins. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi þann 26. september næstkomandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira