Neytendur

Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi

Eiður Þór Árnason skrifar
Málmflísar í fóðri geta valdið skaða í meltingarfærum dýra.
Málmflísar í fóðri geta valdið skaða í meltingarfærum dýra. Matvælastofnun

Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni.

Fram kemur á vef stofnunarinnar að hún hafi gert kröfu um sölustöðvun og innköllun á vörunni. Eftir ítrekun hafi Costco nú tekið vöruna úr sölu en ekki innkallað vöruna frá kaupendum samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar.

„Málmflísar í fóðri geta valdið skaða m.a. í meltingarfærum dýra. Ekki er nóg að stöðva sölu að mati stofnunarinnar og þarf einnig að upplýsa kaupendur. Hundaeigendur sem keypt hafa hundanammið úr eftirfarandi framleiðslulotu eru hvattir til að nota það ekki.“

Vöruheiti: Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin

Vörumerki: Irish rover

Lotunúmer: J320311

Best fyrir dagsetning: 05/04/22

Framleiðandi: Irish dog food

Innflytjandi: Costco

Dreifing: Verslun Costco

Samkvæmt lögum er fyrirtækjum sem selja fóður skylt að taka fóður af markaði og tilkynna til Matvælastofnunar, álíti þau eða hafi ástæðu til að álíta að fóður sem þau bjóða til sölu sé ekki öruggt. Ef nauðsyn krefur skal að auki innkalla fóður hjá þeim sem þegar hafa keypt fóðrið ef aðrar ráðstafanir duga ekki til þess að tryggja víðtæka heilsuvernd að sögn Matvælastofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×