Heimsveldin og auðlindir Grænlands Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 07:00 Báðar námurnar yrðu ekki langt frá bænum Narsaq. Getty/Martin Zwick Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. Þessir málmar eru nauðsynlegir við framleiðslu skjáa, rafhlaðna, tölvubúnaðar, mikið af svokallaðri grænni tækni og vopna, svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna eru málmar þessi orðnir sérstaklega mikilvægir á taflborðum heimsvaldanna, sem eru farin að gjóa augum sínum til Grænlands. Má þar nefna Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið. Þessa svokölluðu sjaldgæfu málma má finna í skorpu jarðarinnar og í töluverðu magni. Hins vegar eru þeir ekki í æðum eða á takmörkuðum svæðum heldur dreifðir í bergi. Við námuvinnslu málmanna þarf að grafa upp mikið magn jarðvegs og brjóta berg í tonnavís fyrir nokkur grömm af málmum. Námugröftur þessara málma er því erfiður og kostnaðarsamur. Þá hefur gröfturinn og vinnsla málmanna töluvert slæm áhrif á umhverfið. Íbúawr Narsaq njóta sín í góðu veðri. Þeir óttast umhverfisáhrif námuvinnslu geislavirkra efna á umhverfið á Grænlandi.Getty/Joe Raedle Vilja reiða sig minna á Kína Í Hvíta húsi Joes Biden, forstjóra Bandaríkjanna, er unnið að gerð forsetatilskipunar um að endurskoða eigi birgðalínur Bandaríkjanna varðandi mikilvægar birgðir og aðföng sem snúa að framleiðslu mikilvægra hluta eins og bíla, vopna og tölvubúnaðar. Meðal annars á þessi tilskipun að snúa að framleiðslu sjaldgæfra málma. Ekki eru svo mörg ár síðan Bandaríkin voru heimsins stærsti framleiðandi þeirra en það hefur breyst. Nú eru Kínverjar allsráðandi á þessum markaði og allt að 90 prósent sjaldgæfra málma koma þaðan. Sá málmur sem grafinn er upp í Bandaríkjunum er að þar að auki að miklu leiti sendur til Kína til vinnslu, þar sem hún er ekki jafn kostnaðarsöm í Kína og reglur um umhverfisvernd eru ekki jafn fyrirferðarmiklar. Þá er eina náma Bandaríkjanna að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis. Verulega hefur dregið úr framleiðslu bíla á heimsvísu, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, vegna skorts á tölvuflögum, sem rekja má til skorts á svokölluðum hálfleiðurum sem framleiddir eru úr sjaldgæfum málmum. Það verður seint hægt að segja að námugröftur sjaldgæfra málma sé umhverfisvænn og fallegur. Hér má sjá Bayan Obo námuna í Innri Mongólíu í Kína.Getty Í Bandaríkjunum hafa áhyggjur ráðamanna af því hvað ríkið reiðir sig á Kína varðandi sjaldgæfa málma aukist hratt á undanförnum árum. Á fundi Orku- og auðlindanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrra spurði þingkonan Lisa Murkowski hvað myndi gerast ef ráðamenn í Kína ákváðu að hætta að selja þessa málma til Bandaríkjanna. Svar sérfræðingsins sem hún spurði var á þá leið að það myndi hafa hræðileg áhrif á efnahag Bandaríkjanna og í raun væri ekkert hægt að gera við því. Kínverjar íhuga að beita ráðandi stöðu Ráðamenn í Kína hafa á undanförnum mánuðum samið reglur sem gætu gert þeim auðveldara að stöðva útflutning þessara málma til tiltekinna ríkja. Þá bárust nýverið fregnir af því að embættismenn í Kína hefðu leitað upplýsinga frá kínverskum fyrirtækjum um hvaða áhrif bann við útflutningi sjaldgæfra málma hefði á vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu. „Ríkisstjórnin vill vita hvort Bandaríkin myndu eiga í vandræðum með að framleiða F-35 orrustuþotur ef Kína setti á útflutningsbann,“ sagði einn viðmælandi Financial Times. Aðrir bættu við að ríkisstjórn Kína vildi átta sig á því hve langan tíma það tæki Bandaríkjamenn að opna aðrar birgðaleiðir eða auka eigin framleiðslu. Hver slík orrustuþota þarf um 417 kíló af sjaldgæfum málmum við framleiðslu. Hér má sjá stutt myndband Financial Times um sjaldgæfa málma sem birt var í fyrra. Það var framleitt eftir að Kínverjar sögðust fyrst ætla að beita ráðandi stöðu þeirra í iðnaðinum gegn Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja að ef ráðamenn í Kína tækju þessi skref myndu andstæðingar ríkisins eingöngu leita annað og auka eigin framleiðslu. Til lengri tíma myndi það kosta Kína yfirráð þeirra á þessum markaði. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur þegar tekið skref í að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og að kaupa málma frá Ástralíu. Unnið að tveimur námum á Grænlandi Tvö áströlsk námufyrirtæki vinna nú að því að fá leyfi til að grafa eftir sjaldgæfum málmum í suðurhluta Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að þar megi finna einhverjar heimsins stærstu birgðir af málmunum. Námurnar yrðu báðar skammt frá bænum Narsaq í suðurhluta Grænlands. Sjá einnig: Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Annað fyrirtækið heitir Tanbreez Mining Greenland A/S og er í eigu jarðfræðings frá Ástralíu. Hann hefur verið í sambandi við embættismenn í Bandaríkjunum. Þær viðræður eru taldar hafa leitt til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lagði til að Bandaríkin keyptu Grænland. Hitt fyrirtækið heitir Greenland Minerals. Það er að hluta til í eigu kínversks ríkisfyrirtækis. Undirbúningsvinna fyrir námu GM er komin mun lengra á veg en vinna Tanbreez en hún yrði einnig notuð til að grafa upp geislavirka efnið úraníum og senda til Kína. Evrópusambandið kemur einnig að báðum verkefnunum en þar vilja ráðamenn einnig þurfa að treysta minna á að birgðir berist frá Kína. Samkvæmt ítarlegri frétt Reuters um Grænland segir að að hvor náman myndi kosta um hálfan milljarð dala. Þá er stefnt að því að senda málmana annað til vinnslu, þegar búið er að grafa þá upp á Grænlandi. Mest öll slíka vinnsla í heiminum fer fram í Kína. Annars fer vinnsla fram í Malasíu og er unnið að opnun fleiri vinnslna í heiminum. Sjá einnig: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Óttast umhverfisáhrif Umræðan um námurnar hefur leitt til deilna á Grænlandi og er hún meðal ástæðna þess að landstjórn Grænlands missti nýverið meirihluta sinn á þingi og til stendur að halda nýjar kosningar í apríl. Eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan eru miklar deilur innan Siumut, stærsta stjórnmálaflokks Grænlands. Forsvarsmenn annarra flokka síðustu ríkisstjórnar hafa lýst sig hliðholla námuvinnslu. Forsvarsmenn stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, Inuit Ataqatigiit, eða IA, hafa lýst því yfir að komist þeir til valda í apríl muni þeir stöðva vinnuna við námu GM, samkvæmt nýlegri frétt KNR. Sú afstaða byggir á því að flokkurinn er alfarið á móti námuvinnslu geislavirkra efna á Grænlandi. Kannanir gefa í skyn að IA verði stærsti flokkurinn í kosningunum í næsta mánuði. Íbúar virðast á báðum áttum, samkvæmt Reuters. Þeir óttast umhverfisáhrif námuvinnslunnar en telja að vinnsluna geta bætt hagkerfi landsins verulega. Andstæða við námu GM hefur aukist að undanförnu og óttast íbúar áhrif geislavirkninnar á umhverfið. Þörf á sjaldgæfum málmum Sama hvernig fer með námurnar tvær á Grænlandi er ljóst að þörfin fyrir meira af sjaldgæfum málmum er til staðar. Notkun þeirra hefur aukist til muna á undanförnum árum og sérfræðingar segja liggja fyrir að eftirspurnin muni halda áfram að verða meiri og meiri. Námugröftur mun aukast samhliða því. Spurningin er bara hvar? Auk Grænlands hafa á undanförnum árum borist fregnir af því að heimsveldin líti einnig til Afríku á undanförnum árum. Grænland Bandaríkin Kína Umhverfismál Tengdar fréttir Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. 17. febrúar 2021 08:13 Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00 Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Þessir málmar eru nauðsynlegir við framleiðslu skjáa, rafhlaðna, tölvubúnaðar, mikið af svokallaðri grænni tækni og vopna, svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna eru málmar þessi orðnir sérstaklega mikilvægir á taflborðum heimsvaldanna, sem eru farin að gjóa augum sínum til Grænlands. Má þar nefna Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið. Þessa svokölluðu sjaldgæfu málma má finna í skorpu jarðarinnar og í töluverðu magni. Hins vegar eru þeir ekki í æðum eða á takmörkuðum svæðum heldur dreifðir í bergi. Við námuvinnslu málmanna þarf að grafa upp mikið magn jarðvegs og brjóta berg í tonnavís fyrir nokkur grömm af málmum. Námugröftur þessara málma er því erfiður og kostnaðarsamur. Þá hefur gröfturinn og vinnsla málmanna töluvert slæm áhrif á umhverfið. Íbúawr Narsaq njóta sín í góðu veðri. Þeir óttast umhverfisáhrif námuvinnslu geislavirkra efna á umhverfið á Grænlandi.Getty/Joe Raedle Vilja reiða sig minna á Kína Í Hvíta húsi Joes Biden, forstjóra Bandaríkjanna, er unnið að gerð forsetatilskipunar um að endurskoða eigi birgðalínur Bandaríkjanna varðandi mikilvægar birgðir og aðföng sem snúa að framleiðslu mikilvægra hluta eins og bíla, vopna og tölvubúnaðar. Meðal annars á þessi tilskipun að snúa að framleiðslu sjaldgæfra málma. Ekki eru svo mörg ár síðan Bandaríkin voru heimsins stærsti framleiðandi þeirra en það hefur breyst. Nú eru Kínverjar allsráðandi á þessum markaði og allt að 90 prósent sjaldgæfra málma koma þaðan. Sá málmur sem grafinn er upp í Bandaríkjunum er að þar að auki að miklu leiti sendur til Kína til vinnslu, þar sem hún er ekki jafn kostnaðarsöm í Kína og reglur um umhverfisvernd eru ekki jafn fyrirferðarmiklar. Þá er eina náma Bandaríkjanna að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis. Verulega hefur dregið úr framleiðslu bíla á heimsvísu, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, vegna skorts á tölvuflögum, sem rekja má til skorts á svokölluðum hálfleiðurum sem framleiddir eru úr sjaldgæfum málmum. Það verður seint hægt að segja að námugröftur sjaldgæfra málma sé umhverfisvænn og fallegur. Hér má sjá Bayan Obo námuna í Innri Mongólíu í Kína.Getty Í Bandaríkjunum hafa áhyggjur ráðamanna af því hvað ríkið reiðir sig á Kína varðandi sjaldgæfa málma aukist hratt á undanförnum árum. Á fundi Orku- og auðlindanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrra spurði þingkonan Lisa Murkowski hvað myndi gerast ef ráðamenn í Kína ákváðu að hætta að selja þessa málma til Bandaríkjanna. Svar sérfræðingsins sem hún spurði var á þá leið að það myndi hafa hræðileg áhrif á efnahag Bandaríkjanna og í raun væri ekkert hægt að gera við því. Kínverjar íhuga að beita ráðandi stöðu Ráðamenn í Kína hafa á undanförnum mánuðum samið reglur sem gætu gert þeim auðveldara að stöðva útflutning þessara málma til tiltekinna ríkja. Þá bárust nýverið fregnir af því að embættismenn í Kína hefðu leitað upplýsinga frá kínverskum fyrirtækjum um hvaða áhrif bann við útflutningi sjaldgæfra málma hefði á vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu. „Ríkisstjórnin vill vita hvort Bandaríkin myndu eiga í vandræðum með að framleiða F-35 orrustuþotur ef Kína setti á útflutningsbann,“ sagði einn viðmælandi Financial Times. Aðrir bættu við að ríkisstjórn Kína vildi átta sig á því hve langan tíma það tæki Bandaríkjamenn að opna aðrar birgðaleiðir eða auka eigin framleiðslu. Hver slík orrustuþota þarf um 417 kíló af sjaldgæfum málmum við framleiðslu. Hér má sjá stutt myndband Financial Times um sjaldgæfa málma sem birt var í fyrra. Það var framleitt eftir að Kínverjar sögðust fyrst ætla að beita ráðandi stöðu þeirra í iðnaðinum gegn Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja að ef ráðamenn í Kína tækju þessi skref myndu andstæðingar ríkisins eingöngu leita annað og auka eigin framleiðslu. Til lengri tíma myndi það kosta Kína yfirráð þeirra á þessum markaði. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur þegar tekið skref í að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og að kaupa málma frá Ástralíu. Unnið að tveimur námum á Grænlandi Tvö áströlsk námufyrirtæki vinna nú að því að fá leyfi til að grafa eftir sjaldgæfum málmum í suðurhluta Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að þar megi finna einhverjar heimsins stærstu birgðir af málmunum. Námurnar yrðu báðar skammt frá bænum Narsaq í suðurhluta Grænlands. Sjá einnig: Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Annað fyrirtækið heitir Tanbreez Mining Greenland A/S og er í eigu jarðfræðings frá Ástralíu. Hann hefur verið í sambandi við embættismenn í Bandaríkjunum. Þær viðræður eru taldar hafa leitt til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lagði til að Bandaríkin keyptu Grænland. Hitt fyrirtækið heitir Greenland Minerals. Það er að hluta til í eigu kínversks ríkisfyrirtækis. Undirbúningsvinna fyrir námu GM er komin mun lengra á veg en vinna Tanbreez en hún yrði einnig notuð til að grafa upp geislavirka efnið úraníum og senda til Kína. Evrópusambandið kemur einnig að báðum verkefnunum en þar vilja ráðamenn einnig þurfa að treysta minna á að birgðir berist frá Kína. Samkvæmt ítarlegri frétt Reuters um Grænland segir að að hvor náman myndi kosta um hálfan milljarð dala. Þá er stefnt að því að senda málmana annað til vinnslu, þegar búið er að grafa þá upp á Grænlandi. Mest öll slíka vinnsla í heiminum fer fram í Kína. Annars fer vinnsla fram í Malasíu og er unnið að opnun fleiri vinnslna í heiminum. Sjá einnig: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Óttast umhverfisáhrif Umræðan um námurnar hefur leitt til deilna á Grænlandi og er hún meðal ástæðna þess að landstjórn Grænlands missti nýverið meirihluta sinn á þingi og til stendur að halda nýjar kosningar í apríl. Eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan eru miklar deilur innan Siumut, stærsta stjórnmálaflokks Grænlands. Forsvarsmenn annarra flokka síðustu ríkisstjórnar hafa lýst sig hliðholla námuvinnslu. Forsvarsmenn stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, Inuit Ataqatigiit, eða IA, hafa lýst því yfir að komist þeir til valda í apríl muni þeir stöðva vinnuna við námu GM, samkvæmt nýlegri frétt KNR. Sú afstaða byggir á því að flokkurinn er alfarið á móti námuvinnslu geislavirkra efna á Grænlandi. Kannanir gefa í skyn að IA verði stærsti flokkurinn í kosningunum í næsta mánuði. Íbúar virðast á báðum áttum, samkvæmt Reuters. Þeir óttast umhverfisáhrif námuvinnslunnar en telja að vinnsluna geta bætt hagkerfi landsins verulega. Andstæða við námu GM hefur aukist að undanförnu og óttast íbúar áhrif geislavirkninnar á umhverfið. Þörf á sjaldgæfum málmum Sama hvernig fer með námurnar tvær á Grænlandi er ljóst að þörfin fyrir meira af sjaldgæfum málmum er til staðar. Notkun þeirra hefur aukist til muna á undanförnum árum og sérfræðingar segja liggja fyrir að eftirspurnin muni halda áfram að verða meiri og meiri. Námugröftur mun aukast samhliða því. Spurningin er bara hvar? Auk Grænlands hafa á undanförnum árum borist fregnir af því að heimsveldin líti einnig til Afríku á undanförnum árum.
Grænland Bandaríkin Kína Umhverfismál Tengdar fréttir Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. 17. febrúar 2021 08:13 Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00 Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. 17. febrúar 2021 08:13
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27
Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00
Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00
Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent