Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2021 22:06 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Arnar Halldórsson Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga. Ragnar á að baki 55 ára starfsferil sem jarðskjálftafræðingur, býr í vesturbæ Reykjavíkur, en í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hann aldrei hafa upplifað aðra eins hrinu. „Nei, ekki á Reykjanesskaganum. Þetta er það mesta sem hefur verið á minni starfsævi. Reyndar er henni lokið, er það ekki?,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst.“ Krýsuvík, Seltún og KleifarvatnArnar Halldórsson Mestu hættuna segir hann stafa af hugsanlegum stórum skjálfta milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Hann vísar til þess að jarðskjálfti árið 1929 hafi verið 6,3 stig. Í öllu áhættumati geri menn ráð fyrir að þar geti orðið skjálfti upp á allt að 6,5 stig. Það sé álíka og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000. Það sé þó engin leið að segja til um hvenær. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið.“ Ragnar segir athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggi í norðaustur-suðvestur, sem er stefna á gossprungu. Á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp. Hún liðki fyrir því að það verði jarðskjálftar. Horft frá Reykjanesbraut við Straumsvík í átt að Trölladyngju og Keili.Vilhelm Gunnarsson -En er þá kvika á leiðinni upp á yfirborð? „Hún er ekki á leiðinni upp á yfirborð. Hún er ansi langt frá yfirborði. Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi.“ Ragnar segir að óneitanlega séum við að nálgast nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. En er hrinan þá vísbending um að við séum að sigla inn í það? „Mér finnst það, jú. En hún er kannski ekki byrjun á því. Það kannski verður ekkert gos úr þessu. Mér finnst ekkert ennþá líklegt að það verði gos úr þessu. En mér finnst þetta einn skýrasti votturinn um það á síðari árum að við séum raunverulega að sigla inn í það kerfi, goskerfið,“ segir jarðskjálftafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Ragnar um hræringarnar á Reykjanesskaga: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ragnar á að baki 55 ára starfsferil sem jarðskjálftafræðingur, býr í vesturbæ Reykjavíkur, en í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hann aldrei hafa upplifað aðra eins hrinu. „Nei, ekki á Reykjanesskaganum. Þetta er það mesta sem hefur verið á minni starfsævi. Reyndar er henni lokið, er það ekki?,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst.“ Krýsuvík, Seltún og KleifarvatnArnar Halldórsson Mestu hættuna segir hann stafa af hugsanlegum stórum skjálfta milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Hann vísar til þess að jarðskjálfti árið 1929 hafi verið 6,3 stig. Í öllu áhættumati geri menn ráð fyrir að þar geti orðið skjálfti upp á allt að 6,5 stig. Það sé álíka og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000. Það sé þó engin leið að segja til um hvenær. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið.“ Ragnar segir athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggi í norðaustur-suðvestur, sem er stefna á gossprungu. Á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp. Hún liðki fyrir því að það verði jarðskjálftar. Horft frá Reykjanesbraut við Straumsvík í átt að Trölladyngju og Keili.Vilhelm Gunnarsson -En er þá kvika á leiðinni upp á yfirborð? „Hún er ekki á leiðinni upp á yfirborð. Hún er ansi langt frá yfirborði. Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi.“ Ragnar segir að óneitanlega séum við að nálgast nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. En er hrinan þá vísbending um að við séum að sigla inn í það? „Mér finnst það, jú. En hún er kannski ekki byrjun á því. Það kannski verður ekkert gos úr þessu. Mér finnst ekkert ennþá líklegt að það verði gos úr þessu. En mér finnst þetta einn skýrasti votturinn um það á síðari árum að við séum raunverulega að sigla inn í það kerfi, goskerfið,“ segir jarðskjálftafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Ragnar um hræringarnar á Reykjanesskaga:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37
Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08
„Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49