Guðmundur Hólmar með slitna hásin: „Rosalega sár og svekktur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 12:30 Guðmundur Hólmar Helgason er markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu með 51 mark. Því miður fyrir hann og Selfyssinga verða þau ekki fleiri í bili. vísir/hulda margrét Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, er með slitna hásin og verður frá næstu mánuðina. Hann segir þetta mikið áfall. Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31
Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00