Guðmundur Hólmar með slitna hásin: „Rosalega sár og svekktur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 12:30 Guðmundur Hólmar Helgason er markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu með 51 mark. Því miður fyrir hann og Selfyssinga verða þau ekki fleiri í bili. vísir/hulda margrét Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, er með slitna hásin og verður frá næstu mánuðina. Hann segir þetta mikið áfall. Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31
Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00