Konur á landsbyggðunum Ásrún Ýr Gestsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifa 1. mars 2021 09:31 Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun