Goðsögnin að berjast við það að ná niðurskurðinum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 14:00 Annika Sörenstam naut sín í endurkomunni í gær. Hún hefur oftast spilað betur en þetta var þó enginn skandall hjá henni. Getty/Cliff Hawkins Golfgoðsögnin Annika Sörenstam er að spila á sínu fyrsta LPGA móti í tólf ár og þarf að spila betur í dag en í gær ef hún ætlar að ná niðurskurðinum. Sænski kylfingurinn lék fyrsta hringinn á LPGA Gainbridge mótinu á þremur höggum yfir pari en hún er tíu höggum á eftir Lydia Ko sem hefur tveggja högga forystu. Sörenstam náði einum fugli en átti líka eina slæma holu þar sem hún Annika Sörenstam er einn sigursælasti kylfingur sögunnar en þegar hún setti keppniskylfuna á hilluna árið 2008 þá hafði hún unnið 72 LPGA mót þar af tíu risamót. .@ANNIKA59 shot an opening-round 75 and came away encouraged after her first LPGA Tour round since retiring in 2008: https://t.co/bETmhO4UD5 pic.twitter.com/hwiVkepe2R— Golf Digest (@GolfDigest) February 26, 2021 Hún varð fimmtug í lok síðasta árs en ákvað að keppa aftur á LPGA móti þar sem að það fer fram á hennar heimavelli. Sörenstam ætlar sér síðan að taka þátt í öldungamótaröðinni á þessu ári. „Ég hefði getað verið grimmari í púttunum og líka með járnkylfurnar. Ég á þeim stað í lífinu þar sem slíkt kemur ekki að sjálfu sér. Ég er meira að spila upp á að komast upp á flöt en að fara beint á pinnann. Þetta er líka aðeins meira stressandi en heilt yfir var þetta skemmtilegt,“ sagði Annika Sörenstam eftir hringinn. "You no longer live and die by the numbers on your card. There are kids watching who love you, a husband carrying your bag. And a field full of players who will stop and look and speak."It was a little different for @ANNIKA59 13 years ago.READ https://t.co/ciyQPKzBY8— LPGA (@LPGA) February 26, 2021 Meðlimir í Lake Nona golfklúbbnum og fjölskyldugestir máttu vera á vellinum og það var mikill áhugi á spilamennsku Anniku Sörenstam því um 150 manns voru mætt á fyrsta teig. „Ég var svolítið stressuð og hef verið stressuð síðustu daga,“ sagði Sörenstam og viðurkenndi að hún hafi þurft á hugleiðslu að halda um morguninn til að róa sig aðeins niður. Annar hringurinn er í dag og það verður hægt að fylgjast með Sörenstam og öllum hinum í beinni á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá öðrum degi LPGA Gainbridge mótsins hefst klukkan 14.30. Annika Sörenstam er núna einu höggi frá því að ná niðurskurðinum á mótinu en hann er áætlaður tvö högg yfir par eftir fyrsta daginn. Sörenstam hóf leik í dag klukkan átta um morguninn að staðartíma eða fyrir klukkutíma síðan og það verður sýnt frá henni í útsendingu Stöð 2 Golf. .@Kstupples: "I played against your mom, she was tough. Is she a tough mom?"Will: "Yes, but in a good way." It's a family affair for @ANNIKA59 at the @GainbridgeLPGA pic.twitter.com/YIsxqjUgtV— LPGA (@LPGA) February 26, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sænski kylfingurinn lék fyrsta hringinn á LPGA Gainbridge mótinu á þremur höggum yfir pari en hún er tíu höggum á eftir Lydia Ko sem hefur tveggja högga forystu. Sörenstam náði einum fugli en átti líka eina slæma holu þar sem hún Annika Sörenstam er einn sigursælasti kylfingur sögunnar en þegar hún setti keppniskylfuna á hilluna árið 2008 þá hafði hún unnið 72 LPGA mót þar af tíu risamót. .@ANNIKA59 shot an opening-round 75 and came away encouraged after her first LPGA Tour round since retiring in 2008: https://t.co/bETmhO4UD5 pic.twitter.com/hwiVkepe2R— Golf Digest (@GolfDigest) February 26, 2021 Hún varð fimmtug í lok síðasta árs en ákvað að keppa aftur á LPGA móti þar sem að það fer fram á hennar heimavelli. Sörenstam ætlar sér síðan að taka þátt í öldungamótaröðinni á þessu ári. „Ég hefði getað verið grimmari í púttunum og líka með járnkylfurnar. Ég á þeim stað í lífinu þar sem slíkt kemur ekki að sjálfu sér. Ég er meira að spila upp á að komast upp á flöt en að fara beint á pinnann. Þetta er líka aðeins meira stressandi en heilt yfir var þetta skemmtilegt,“ sagði Annika Sörenstam eftir hringinn. "You no longer live and die by the numbers on your card. There are kids watching who love you, a husband carrying your bag. And a field full of players who will stop and look and speak."It was a little different for @ANNIKA59 13 years ago.READ https://t.co/ciyQPKzBY8— LPGA (@LPGA) February 26, 2021 Meðlimir í Lake Nona golfklúbbnum og fjölskyldugestir máttu vera á vellinum og það var mikill áhugi á spilamennsku Anniku Sörenstam því um 150 manns voru mætt á fyrsta teig. „Ég var svolítið stressuð og hef verið stressuð síðustu daga,“ sagði Sörenstam og viðurkenndi að hún hafi þurft á hugleiðslu að halda um morguninn til að róa sig aðeins niður. Annar hringurinn er í dag og það verður hægt að fylgjast með Sörenstam og öllum hinum í beinni á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá öðrum degi LPGA Gainbridge mótsins hefst klukkan 14.30. Annika Sörenstam er núna einu höggi frá því að ná niðurskurðinum á mótinu en hann er áætlaður tvö högg yfir par eftir fyrsta daginn. Sörenstam hóf leik í dag klukkan átta um morguninn að staðartíma eða fyrir klukkutíma síðan og það verður sýnt frá henni í útsendingu Stöð 2 Golf. .@Kstupples: "I played against your mom, she was tough. Is she a tough mom?"Will: "Yes, but in a good way." It's a family affair for @ANNIKA59 at the @GainbridgeLPGA pic.twitter.com/YIsxqjUgtV— LPGA (@LPGA) February 26, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira