Fótbolti

Björn Berg­mann í byrjunar­liðinu er Mold­e komst á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björn Bergmann lét finna fyrir sér í leik kvöldsins.
Björn Bergmann lét finna fyrir sér í leik kvöldsins. TF-Image/Getty Images

Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Eirik Ulland Andersen reyndist hetja Molde en hann kom gestunum yfir á tuttugustu mínútu og gulltryggði svo sigurinn með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eitthvað hefur Ulland Andersen gert af sér í fagnaðarlátunum en hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin.

Björn Bergmann spilaði 63 mínútur í leik kvöldsins.

Arsenal er einnig komið í 16-liða úrslit eftir dramatískan sigur á Benfica. Ajax sló út Lille, Rangers pakkaði Royal Antwerp saman, Shakhtar Donetsk lagði Maccabi Tel Aviv, Villareal vann Salzburg og Napoli féll svo úr leik þrátt fyrir að leggja Granada í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×