Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2021 12:56 Festi rekur á meðal annars Krónuna og Elko. Vísir/vilhelm Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019. Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 en Festi rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum N1, Krónunnar og Elko. Framlegð af vöru- og þjónustusölu var 20,7 milljarðar króna á síðasta ári en var 20,2 milljarðar króna árið 2019. Var framlegð af vörusölu í fyrra 24 prósent samanborið við 23,8 prósent árið áður. Kostnaður Festi vegna heimsfaraldurs Covid-19 er metinn 394 milljónir króna. Hagnaður Krónunnar jókst um 21,8 prósent Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að rekstur samstæðunnar hafi gengið vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður þar sem sóttvarnaráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. Þá segir hann að umsvif Krónunnar hafi aukist á síðasta ári og velta félagsins verið sú mesta frá upphafi. Fram kemur í ársreikningi að heildartekjur Krónunnar námu 43,1 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 18,3 prósent milli ára. Á sama tíma nam hagnaður verslunarkeðjunnar 902,6 milljónum króna og hækkaði um 21,8 prósent frá 2019. „Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur,” segir Eggert í tilkynningu. Elko átti sitt besta ár frá upphafi Forstjórinn bætir við að N1 hafi fundið mikið fyrir minni umferð á síðasta ári og hruni ferðaþjónustunnar en félagið skilaði 220,1 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO,” er haft eftir Eggert í tilkynningu. Eignir Festi námu 83,4 milljörðum króna í lok árs 2020 og var eigið fé 29,8 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall var 35,7 prósent samanborið við 35,3 prósent í lok árs 2019. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar (EBITDA) nam tæplega 7,1 milljarði króna og dróst saman um rúmlega hálfan milljarð frá 2019.
Verslun Markaðir Tengdar fréttir Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020. 14. júlí 2020 16:07
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Hlutabæturnar kornið sem fyllti mælinn hjá Grétu Ósætti með framferði stjórnenda Festar varð til þess að Gréta María Grétarsdóttir sagði óvænt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar. 21. maí 2020 09:45