Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 13:01 Maria Bech hefur mikla reynslu úr lyfjabransanum. EpiEndo Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ólíkt samheitalyfjum eru frumlyf fyrsta gerð lyfs með tiltekna verkun. Maria hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun lyfjaþróunar og mun leiða félagið í gegnum klínískar rannsóknir fyrsta lyfja-kanditat EpiEndo sem ber heitið EP395. Vonast fyrirtækið til að það verði „fyrsta sjúkdóms-breytandi, þekju-styrkjandi og bólgueyðandi lyfið gegn langvinnri lungnateppu.“ Maria hefur verið þróunarstjóri EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Er meðferðarúrræðum EpiEndo ætlað að takast á við undirliggjandi orsök bólgusjúkdóma. „EpiEndo er að þróa sér nýja flokk [sic] lyfja í formi töflu til inntöku sem breytir framgangi sjúkdóma, til að takast á við gífurlega byrði langvarandi öndunarfærasjúkdóma og annara bólgusjúkdóma sem eru án meðferðarúrræðis,“ segir í tilkynningu. Hefur komið að þróun fjölbreyttra tegunda lyfja Síðustu ár hefur Maria verið vísindastjóri hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir þrettán ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og stýra verkefnum hjá AstraZeneca og Pharmacia & Upjohn. Hún situr einnig í stjórnum Iconovo AB, Paxman AB, EQL Pharma AB og Neuronano AB. Maria Bech er með MSc í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lund og hefur komið að þróun lyfja fyrir efnaskiptasjúkdóma, miðtaugakerfissjúkdóma, krabbameins, barnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu. „Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig,“ er haft eftir Clive Page OBE, stjórnarformanni EpiEndo. Maria er þakklát fyrir tækifærið og segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. „Ég tel okkar hafi [sic] raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ segir hún í tilkynningu. Nýsköpun Vistaskipti Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ólíkt samheitalyfjum eru frumlyf fyrsta gerð lyfs með tiltekna verkun. Maria hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun lyfjaþróunar og mun leiða félagið í gegnum klínískar rannsóknir fyrsta lyfja-kanditat EpiEndo sem ber heitið EP395. Vonast fyrirtækið til að það verði „fyrsta sjúkdóms-breytandi, þekju-styrkjandi og bólgueyðandi lyfið gegn langvinnri lungnateppu.“ Maria hefur verið þróunarstjóri EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Er meðferðarúrræðum EpiEndo ætlað að takast á við undirliggjandi orsök bólgusjúkdóma. „EpiEndo er að þróa sér nýja flokk [sic] lyfja í formi töflu til inntöku sem breytir framgangi sjúkdóma, til að takast á við gífurlega byrði langvarandi öndunarfærasjúkdóma og annara bólgusjúkdóma sem eru án meðferðarúrræðis,“ segir í tilkynningu. Hefur komið að þróun fjölbreyttra tegunda lyfja Síðustu ár hefur Maria verið vísindastjóri hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir þrettán ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og stýra verkefnum hjá AstraZeneca og Pharmacia & Upjohn. Hún situr einnig í stjórnum Iconovo AB, Paxman AB, EQL Pharma AB og Neuronano AB. Maria Bech er með MSc í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lund og hefur komið að þróun lyfja fyrir efnaskiptasjúkdóma, miðtaugakerfissjúkdóma, krabbameins, barnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu. „Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig,“ er haft eftir Clive Page OBE, stjórnarformanni EpiEndo. Maria er þakklát fyrir tækifærið og segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. „Ég tel okkar hafi [sic] raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ segir hún í tilkynningu.
Nýsköpun Vistaskipti Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira