Millwall bjargaði stigi undir lokin | Lærisveinar Rooney á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 21:45 Úr leik Luton Town og Millwall. Justin Setterfield/Getty Images Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town. Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum. Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig. Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby. Clean sheet Three pointsA great start to the week! pic.twitter.com/Gh9gzE3RAs— Derby County (@dcfcofficial) February 23, 2021 Önnur úrslit í kvöld Birmingham City 1-3 Norwich City Middlesbrough 1-3 Bristol City Rotherham 0-1 Nottingham ForestWycombe Wanderers 1-0 Reading Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town. Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum. Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig. Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby. Clean sheet Three pointsA great start to the week! pic.twitter.com/Gh9gzE3RAs— Derby County (@dcfcofficial) February 23, 2021 Önnur úrslit í kvöld Birmingham City 1-3 Norwich City Middlesbrough 1-3 Bristol City Rotherham 0-1 Nottingham ForestWycombe Wanderers 1-0 Reading
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira