Erlent

Biden minntist þeirra sem hafa látist í far­aldrinum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsetinn hélt stutta tölu þar sem hann stappaði stálinu í Bandaríkjamenn.
Forsetinn hélt stutta tölu þar sem hann stappaði stálinu í Bandaríkjamenn. Getty/Doug Mills-Pool

Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi.

Faraldurinn hefur þannig lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið gerðu samanlagt.

Forsetinn hélt stutta tölu þar sem hann stappaði stálinu í þjóð sína og síðan var mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið.

Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast í landinu og er það einnig hærri tala en í nokkru öðru landi.

Biden bað fólk um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og þá hvatti hann landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×