„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 13:00 Gylfi Magnússon prófessor við HÍ var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira