Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 16:18 Frá jarðarför í Suður-Afríku. AP/Themba Hadebe Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira