Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 16:18 Frá jarðarför í Suður-Afríku. AP/Themba Hadebe Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira