Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“ Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 23:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. „Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
„Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira