Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 21:01 Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17