Innlent

Nafn mannsins sem var ráðinn bani um helgina

Eiður Þór Árnason skrifar
Kerti123

Maðurinn sem var skotinn til bana í Rauðagerði um helgina hét Armando Beqirai og var fæddur árið 1988. Hann lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur fram komið að maðurinn hafi verið frá Albaníu og átt von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum og skipulagðri brotastarfsemi.

Alls hafa átta nú verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þrír menn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í fyrradag og þá var einn handtekinn um helgina. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Fjórir voru handteknir til viðbótar í gær en fram kom í tilkynningu frá lögreglu sem barst síðdegis í dag að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum fjórum. Þeir eru þó allir sagðir hafa stöðu sakbornings.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest

Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×