Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2021 09:32 Brúin styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra. Í forgrunni má sjá hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Við ströndina neðst til hægri má sjá veglínuna í átt að Teigsskógi. Vegagerðin Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. Fimm verktakar buðu í verkið en næstlægsta boð átti Þróttur ehf. á Akranesi, upp á 2.265 milljónir króna, eða 28 milljónum hærra en boð Suðurverks. Aðrir bjóðendur voru ÞG verktakar, Ístak og Íslenskir aðalverktakar, sem áttu hæsta boð, upp á 2.946 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Horft inn Þorskafjörð. Áformað er að framkvæmdir hefjist í kringum næstu páska, um mánaðamótin mars - apríl.Egill Aðalsteinsson Verkið sem kallast Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir, er hluti hinnar umdeildu vegagerðar um Teigsskóg og felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar á Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um verkið: Suðurverk hefur mikla reynslu af vegagerð á Vestfjörðum. Fyrirtækið er nýbúið að ljúka gerð Dýrafjarðarganga í samstarfi við tékkneska verktakann Metrostav og vinnur núna, sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka, að lagningu nýs vegar í Arnarfirði, milli Dynjanda og Mjólkárvirkjunar. Suðurverk hefur áður þverað firði á Vestfjarðavegi. Við norðanverðan Breiðafjörð brúaði Suðurverk bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði á árunum 2012 til 2014. Hér má sjá fréttir af þeirri vegagerð: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Vegagerð Tengdar fréttir Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. 13. janúar 2021 21:51 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fimm verktakar buðu í verkið en næstlægsta boð átti Þróttur ehf. á Akranesi, upp á 2.265 milljónir króna, eða 28 milljónum hærra en boð Suðurverks. Aðrir bjóðendur voru ÞG verktakar, Ístak og Íslenskir aðalverktakar, sem áttu hæsta boð, upp á 2.946 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Horft inn Þorskafjörð. Áformað er að framkvæmdir hefjist í kringum næstu páska, um mánaðamótin mars - apríl.Egill Aðalsteinsson Verkið sem kallast Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir, er hluti hinnar umdeildu vegagerðar um Teigsskóg og felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar á Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um verkið: Suðurverk hefur mikla reynslu af vegagerð á Vestfjörðum. Fyrirtækið er nýbúið að ljúka gerð Dýrafjarðarganga í samstarfi við tékkneska verktakann Metrostav og vinnur núna, sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka, að lagningu nýs vegar í Arnarfirði, milli Dynjanda og Mjólkárvirkjunar. Suðurverk hefur áður þverað firði á Vestfjarðavegi. Við norðanverðan Breiðafjörð brúaði Suðurverk bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði á árunum 2012 til 2014. Hér má sjá fréttir af þeirri vegagerð:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Vegagerð Tengdar fréttir Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. 13. janúar 2021 21:51 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. 13. janúar 2021 21:51
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00