Alaba staðfestir að hann sé á förum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 18:30 David Alaba mun yfirgefa Bayern eftir 13 ára dvöl í sumar. M. Donato/Getty Images David Alaba, varnarmaður heims-, Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, staðfesti í dag það sem hefur verið vitað undanfarnar vikur. Að hann muni yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur út. Hinn 28 ára gamli Alaba hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid undanfarið og er eftirsóttur af nær öllum stóru liðum Evrópu. Alaba hefur verið á mála hjá Bayern í 13 ár en hefur ákveðið að kalla þetta gott. Er talið að launakröfur hans séu of háar fyrir Bayern. „Fyrst og fremst vil ég nýja áskorun. Ég vill þróa minn leik,“ sagði Alaba í viðtali í dag. Alaba er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í stöðu miðvarðar undanfarið hjá Bayern. Einnig hefur hann spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Með austurríska landsliðinu hefur hann spilað framarlega á miðjunni eða í „holunni“ á bakvið framherja liðsins. Bæjarar hafa nú þegar fyllt skarðið sem Alaba mun skilja eftir sig en félagið staðfesti kaup á franska varnarmanninn Dayot Upamecano fyrr í vikunni. Sá kemur frá RB Leipzig, einum af helstu keppinautum Bayern í Þýskalandi. Alaba hefur á sínum tíma hjá Bayern unnið níu meistaratitla – sem verða eflaust tíu að loknu þessu leiktímabili – ásamt því að hafa unnið þýska bikarinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu tvívegis. Það er því ljóst að þessi sigursæli leikmaður mun vilja fara í lið þar sem barist er um alla titla sem eru í boði. Hvaða lið það verður á eftir að koma í ljós. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Alaba hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid undanfarið og er eftirsóttur af nær öllum stóru liðum Evrópu. Alaba hefur verið á mála hjá Bayern í 13 ár en hefur ákveðið að kalla þetta gott. Er talið að launakröfur hans séu of háar fyrir Bayern. „Fyrst og fremst vil ég nýja áskorun. Ég vill þróa minn leik,“ sagði Alaba í viðtali í dag. Alaba er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í stöðu miðvarðar undanfarið hjá Bayern. Einnig hefur hann spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Með austurríska landsliðinu hefur hann spilað framarlega á miðjunni eða í „holunni“ á bakvið framherja liðsins. Bæjarar hafa nú þegar fyllt skarðið sem Alaba mun skilja eftir sig en félagið staðfesti kaup á franska varnarmanninn Dayot Upamecano fyrr í vikunni. Sá kemur frá RB Leipzig, einum af helstu keppinautum Bayern í Þýskalandi. Alaba hefur á sínum tíma hjá Bayern unnið níu meistaratitla – sem verða eflaust tíu að loknu þessu leiktímabili – ásamt því að hafa unnið þýska bikarinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu tvívegis. Það er því ljóst að þessi sigursæli leikmaður mun vilja fara í lið þar sem barist er um alla titla sem eru í boði. Hvaða lið það verður á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira