Alaba staðfestir að hann sé á förum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 18:30 David Alaba mun yfirgefa Bayern eftir 13 ára dvöl í sumar. M. Donato/Getty Images David Alaba, varnarmaður heims-, Evrópu- og Þýskalandsmeistara Bayern München, staðfesti í dag það sem hefur verið vitað undanfarnar vikur. Að hann muni yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur út. Hinn 28 ára gamli Alaba hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid undanfarið og er eftirsóttur af nær öllum stóru liðum Evrópu. Alaba hefur verið á mála hjá Bayern í 13 ár en hefur ákveðið að kalla þetta gott. Er talið að launakröfur hans séu of háar fyrir Bayern. „Fyrst og fremst vil ég nýja áskorun. Ég vill þróa minn leik,“ sagði Alaba í viðtali í dag. Alaba er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í stöðu miðvarðar undanfarið hjá Bayern. Einnig hefur hann spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Með austurríska landsliðinu hefur hann spilað framarlega á miðjunni eða í „holunni“ á bakvið framherja liðsins. Bæjarar hafa nú þegar fyllt skarðið sem Alaba mun skilja eftir sig en félagið staðfesti kaup á franska varnarmanninn Dayot Upamecano fyrr í vikunni. Sá kemur frá RB Leipzig, einum af helstu keppinautum Bayern í Þýskalandi. Alaba hefur á sínum tíma hjá Bayern unnið níu meistaratitla – sem verða eflaust tíu að loknu þessu leiktímabili – ásamt því að hafa unnið þýska bikarinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu tvívegis. Það er því ljóst að þessi sigursæli leikmaður mun vilja fara í lið þar sem barist er um alla titla sem eru í boði. Hvaða lið það verður á eftir að koma í ljós. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Alaba hefur verið orðaður við Spánarmeistara Real Madrid undanfarið og er eftirsóttur af nær öllum stóru liðum Evrópu. Alaba hefur verið á mála hjá Bayern í 13 ár en hefur ákveðið að kalla þetta gott. Er talið að launakröfur hans séu of háar fyrir Bayern. „Fyrst og fremst vil ég nýja áskorun. Ég vill þróa minn leik,“ sagði Alaba í viðtali í dag. Alaba er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur leikið í stöðu miðvarðar undanfarið hjá Bayern. Einnig hefur hann spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Með austurríska landsliðinu hefur hann spilað framarlega á miðjunni eða í „holunni“ á bakvið framherja liðsins. Bæjarar hafa nú þegar fyllt skarðið sem Alaba mun skilja eftir sig en félagið staðfesti kaup á franska varnarmanninn Dayot Upamecano fyrr í vikunni. Sá kemur frá RB Leipzig, einum af helstu keppinautum Bayern í Þýskalandi. Alaba hefur á sínum tíma hjá Bayern unnið níu meistaratitla – sem verða eflaust tíu að loknu þessu leiktímabili – ásamt því að hafa unnið þýska bikarinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu tvívegis. Það er því ljóst að þessi sigursæli leikmaður mun vilja fara í lið þar sem barist er um alla titla sem eru í boði. Hvaða lið það verður á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira