Körfubolti

Argentínskur bakvörður til Hauka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pablo Bertone í leik með ítalska félaginu VL Pesaro.
Pablo Bertone í leik með ítalska félaginu VL Pesaro. Getty/Roberto Finizio

Haukar koma með tvo nýja leikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta þegar liðið mætir aftur til leiks eftir landsleikjahlé.

Haukar koma með tvo nýja leikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta þegar liðið mætir aftur til leiks eftir landsleikjahlé.

Haukar höfðu áður sagt frá samningi við Bandaríkjamanninn Jalen Jackson en félagið hefur einnig samið við argentínska bakvörðinn Pablo Bertone.

Bertone er þrjátíu ára argentínskur bakvörður með ítalskt vegabréf og hefur spilað í efstu deildum á Ítalíu og Argentínu sem og í LEB Oro á Spáni.

Síðast spilaði Bertone með Instituto Cordoba í Argentínu og var að skila þar 9,2 stigum, 2,4 fráköstum og 1,2 stoðsendingu í leik.

Haukar hafa náð samkomulagi við Pablo Bertone að koma og taka slaginn með Haukum í Domino s deild karla og verða því...

Posted by Haukar körfubolti on Mánudagur, 15. febrúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×