Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:49 Lungnakrabbamein má oftast rekja til reykinga. Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira