Innlent

Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mývatn skömmu eftir komuna til landsins í dag.
Mývatn skömmu eftir komuna til landsins í dag. Vísir/Einar Árnason

Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar.

Sú fyrsta, Mývatn, lenti um klukkan tíu mínútur yfir eitt og sú seinni, Búlandstindur, um fimmtán mínútum síðar. Vélarnar hafa að undanförnu verið í geymslu í bænum Lledia á Spáni. Það voru þeir Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Kárason flugmaður sem flugu Mývatni heim, en Þórarinn Hjálmarsson og Eiríkur Haraldsson flugu Búlandstindi.

Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Kárason flugmaður sem flugu Mývatni heim.Vísir/Einar

Í upphafi þessa mánaðar var greint frá því að endurþjálfun flugmanna Icelandair á MAX-vélarnar stæði yfir, eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti hátt í tveggja ára flugbanni sem sett var á vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra.

Gallinn hefur nú verið lagfærður og vonast er til að vélarnar geti hafið sig til lofts á nýjan leik á vormánuðum.


Tengdar fréttir

Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný

Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×