Rétt skal vera rétt: Um málfrelsi og meiðyrði Jón Baldvin Hannibalson skrifar 13. febrúar 2021 07:00 1. MEIÐYRÐAMÁL Með bréfi 9. apríl var RÚV (og Aldísi Schram til vara) gefinn kostur á málalokum utan réttar, þ.e. með því að báðir aðilar bæðust afsökunar á ummælum og viðurkenndu að þau væru röng og drægju þau til baka. Þessu var svarað með þögninni. Þess vegna er meiðyrðamál neyðarúrræði. Ég höfða þetta mál gegn RÚV og gegn Aldísi Schram (til vara sem heimildamanni). Við förum þess á leit að tiltekin ummæli, ósönn og ærumeiðandi sem þau eru, verði dæmd „dauð og ómerk“. Meintar sakargiftir eru þessar: 1.Að ég hafi misnotað dætur mínar ungar kynferðislega. 2.Að ég hafi ástundað sifjaspell með elstu dóttur minni, sem fullorðinni konu, þar sem hún var vistuð á geðdeild. 3.Að ég hafi misbeitt (ímynduðu) valdi til að svipta elstu dóttur mína saklausa frelsi (sigað á hana lögreglu) og nauðungarvistað hana á geðdeild, þar sem hún sætti (að mínu undirlagi) nauðungarvistun, nauðungarlyfjatöku og var ranglega greind með geðhvarfasýki í því tímabundna ástandi. 2. SAMFÉLAGSLEG HJÁLP EÐA VALDBEITING? Fyrst fáein orð um meinta misbeitingu valds. Sannleikurinn er sá að hvorki hef ég haft slíkt vald, né heldur beitt slíku valdi. Nauðungarvistun er neyðarúrræði geðlæknis varðandi meðhöndlun sjúklings, sem neitar að viðurkenna veikindi sín og nauðsyn læknishjálpar. Enginn einn læknir, heldur fjöldi fagaðila, kemur að hverri nauðungarvistun. Fram að árinu 2016 þurftu aðstandendur hins vegar lögum samkvæmt að samþykkja nauðungarvistun sjúklings að læknisráði og jafnvel að svifta sjálfræði í neyðartilvikum. Þetta hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskyldur aðstandenda, eins og dæmin sanna. Einmitt það var upphaf ógæfunnar í okkar tilviki. Það eina sem fyrir aðstandendum vakir í slíkum neyðartilvikum er að gera það sem þarf til að tryggja hinum sjúka bráðnauðsynlega læknishjálp. Vitað er að stefnda, Aldís, hefur nýtt sér kærurétt sinn og beint klögumálum að forráðamönnum samfélagsstofnana sem að þessum málum koma, t.d. stjórn LHS, geðdeild LHS, geðlæknum, fulltrúum félagsmálastofnana, barnaverndarnefnda, dómsmálaráðuneyti og dómsstólum, auk lögreglu. Ábyrgðin er þessara aðila, ef misbrestur hefur orðið á í framkvæmd. Það er annarra að dæma um. 3. VITNISBURÐUR DÆTRA OKKAR Næst vil ég víkja nokkrum orðum að ásökunum um kynferðislega áreitni við dætur mínar ungar og að hafa ástundað sifjaspell með elstu dóttur minni. Ég leyfi mér að leiða fram þrjú vitni – nefnilega dætur mínar þrjár. 1. Vitnisburður Aldísar: Í febrúar 1995 birti tímaritið Mannlíf viðtal við dætur okkar Bryndísar, þær Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, undir fyrirsögninni „Þríleikur Baldvinsdætra“. Blaðamaður spyr: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar sem börn?“ Svör systranna lýsa óneitanlega ástúð og vinarþeli í garð föður þeirra, ekki síst Aldísar: „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: Refur, óheiðarlegur, hrokagikkur...akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur...fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur“. Þegar yngsta systirin Kolfinna grípur frammí og segir: „Erum við ekki orðnar of væmnar núna stelpur?“ svarar Aldís að bragði: „Sama er mér! Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“ Aldís var 36 ára gömul árið 1995 þegar hún fór þessum lofsamlegu orðum um föður sinn. Þetta rímar ekki við það, sem hún heldur nú fram að hún hafi slitið öllum samskiptum við föðurinn árið 1991. Það er sannanlega ósatt. Svo mikið traust bar hún til föður síns að hún gekk frá því skriflega, að hann einn mætti fyrir hönd aðstandenda samþykkja sjálfræðissviptingu hennar, ef og þegar á reyndi, eins og á árunum 1998-2002. Hvað hefur breyst? Ég kann bara eina skýringu á því. Hlutdeild mín, lögum samkvæmt þá, í samþykkt nauðungarvistunar á geðdeild að læknisráði og síðar beiðni um sjálfræðissviptingu, „til þess að hún mætti njóta bráðnauðsynlegrar læknishjálpar í erfiðum veikindum“, eins og þar stendur. Það er skýringin. Eftir það vildi hún kenna mér og fjölskyldu okkar um þessa ógæfu. Hún hefur aldrei fyrirgefið þetta. Í greinagerð sinni um verklag sjúkrahússþjónustu við geðfatlaða segir Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir geðsviðs Landspítalans „...slíkar beiðnir (hafa) skilið eftir sig sár sem gróa seint eða aldrei.“ Þetta er okkar fjölskylduharmleikur. Það má heita með ólíkindum að ég heyri þetta tal um sifjaspell fyrst í útvarpsviðtali á RÚV 17. jan 2019 í boði fréttamannanna Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan. Aldís segist að vísu hafa nefnt sifjaspell í kæru sinni til lögreglu f.h. ónafngreindra kvenna árið 2013. Sú kæra var mér aldrei birt. Ég las bara um hana í DV. Þegar ég grennslaðist fyrir um afdrif kærunnar hjá lögreglustjóraembættinu var mér tjáð að kærunni (08.10.13) hefði verið vísað frá sem „ómarktækri“. Sú niðurstaða var síðan staðfest af saksóknara (28.02.14). Vitnaleiðslan í þessari sifjaspellssögu er með ólíkindum. Aldís, þolandinn að eigin sögn, segist ekkert hafa vitað af þessu sjálf vegna ofnotkunar lyfja. Hins vegar hafi hún heyrt þennan orðróm hafðan eftir sjálfri sér, í skrafinu á geðdeild. Og hún hefur það eftir einhverjum að þetta hafi verið „á vitorði“ starfsfólks deildarinnar. Á maður að trúa því að yfirmenn geðdeildar hafi látið slíkt afskiptalaust? Eða er verið að ljúga upp á þá? Var þetta kannski afskrifað sem hvert annað óráðshjal? Minnug loflegra ummæla um hvern mann faðir hennar hafi að geyma í blaðaviðtali 1995 er það harla ótrúverðugt, þótt ekki sé meira sagt, að þetta eigi að hafa gerst fyrir þann tíma. Aldís var, eins og staðfest er af framlögðum gögnum hennar, vistuð á geðdeild nokkrum sinnum á árunum fyrir 1995. Næstu tvö árin, eftir fæðingu dóttur hennar, naut hún aðstoðar og eftirlits af hálfu barnaverndar- og félagsmálastofnunar. Það er ekki fyrr en á árunum 1998 til 2002 sem hún er aftur vistuð á geðdeild. Þá er ég búsettur erlendis og átti því sannanlega ekki heimangengt til að vitja dóttur minnar á geðdeild. Þessi söguburður fær því ekki staðist. Þetta getur ekki flokkast undir annað en óráðshjal. 2. Vitnisburður Snæfríðar: Á árunum 2003-2006 átti Snæfríður dóttir okkar, systir Aldísar, í hatrammri forræðisdeilu við ítalskan barnsföður sinn, Marco Brancaccia, um forræði yfir dóttur þeirra Mörtu. Málaferlin fóru fram í þremur löndum og var lengi vel tvísýnt um niðurstöðu. Í tengslum við þessa forræðisdeilu sendi Marco dreifibréf á öll sendiráð Íslands og fylgdi með persónulegt bréf Aldísar til hans. Bréfið hafði að geyma ísmeygilegar dylgjur um að ég kynni að hafa misnotað dætur mínar ungar. Aðdróttanir og dylgjur, en nota bene ekki fullyrðingar. Að vísu hafði Aldís áður (2002) dylgjað um þetta í maníuköstum – en aldrei kært fyrr en 2013, þá að eigin sögn. Þegar Snæfríður fékk í hendur bréf Aldísar, þar sem um þetta var dylgjað, brást hún reið við og svaraði systur sinni með þessum orðum (bréfið er ódagsett): „Þótt meðfylgjandi bréf sé ekki að koma fyrir mín augu í fyrsta sinn, brá mér jafnmikið, þegar ég fékk það núna og í fyrra sinnið. Þá var ég enn svo örmagna eftir langa og erfiða baráttu fyrir forræði yfir dóttur minni, að ég megnaði ekki að bregðast við. Það brast eitthvað innra með mér, þegar ég sá frá hverjum þessi ljótu orð komu. Ég átti lengi vel bágt með að trúa því, að þetta bréf til mannsins væri frá systur minni. Ég vildi ekki trúa því, að þú gætir lagst svona lágt. Ég lagði þetta til hliðar, við hlið allra hinna ljótu póstanna, sem mér hafa borist úr sömu átt. Og reyndi að gleyma. En vissulega brast strengur hið innra með mér, sem verður aldrei aftur heill. En nú, þegar þessi soraskrif eru gerð opinber, fæ ég ekki lengur orða bundist. Það er ekki lengur hægt að láta eins og þú sért ekki sjálfráð gerða þinna. Og vitir þar afleiðandi ekki, hvað þú gerir. Reyndar skilst mér, að þú neitir því nú orðið, að þú hafir nokkru sinni verið veik – og viljir telja sjálfri þér og öðrum trú um, að þú hafir verið fórnarlamb þeirra, sem síst skyldi – þinnar nánustu fjölskyldu. Á það kannski að vera réttlætingin fyrir öllu þessu hatri? Hvenær tókst þú upp á því að breiða út allar þessar sögur um föður þinn? Lengi vel var móðir þín helsti skotspónn haturs þíns. Hvenær breyttist það – og beindist fremur að föðurnum? Söguburðurinn er síbreytilegur eins og venjulega, þegar um uppspuna er að ræða. Og nú skirrist þú ekki við því að draga mitt nafn inn í þennan söguburð. Það veit sú sem allt veit, að þú ferð með ósannindi. Og þær, sem þú nafngreinir í rógsbréfinu eru reiðubúnar að staðfesta, að þú ferð með uppspuna og rógburð. Hvers vegna allt þetta óstjórnlega hatur? Þetta varðar ekki bara föður okkar og mig, heldur alla okkar fjölskyldu og eitrar út frá sér í þriðja ættlið. Þú gefur í skyn, að faðir minn hafi misnotað mig í æsku, og að það eigi að skýra hegðun mína í sambandi við þennan mann og endalok þess. Þú þykist gera mig ábyrga fyrir því. Ef þú bara vissir, hvað þú ert að fleipra um. Þú ert ekki bara að grafa undan mínum trúverðugleika sem manneskju, heldur ert þú jafnframt að gera lítið úr slíkum glæpum og fórnarlömbum þeirra. Bréf þitt segir því miður mest um höfund þess, en minnst um þá, sem veist er að. Að bendla okkur hin við ásakanir þínar á hendur föður þínum er ekki bara andstyggilegt – það er bæði ljótt og siðlaust. Og varðar reyndar við lög. Það er ekki til of mikils mælst, að þú hættir þessum rógburði um föður þinn, mig og aðra, sem þú hefur nafngreint að tilefnislausu. Lengi vel leiddum við þetta hjá okkur, af því að þú værir veik. Ef þú hafnar því og segist gera þetta vitandi vits og af ásettu ráði – þá er ekki lengur hægt að láta róginn sem vind um eyru þjóta – sem óra í sjúkum huga. Þá verður þú einfaldlega, eins og hver önnur ærleg manneskja, að vera reiðubúin að taka afleiðingum gerða þinna. Áður en á það reynir, getur þú reynt að bæta fyrir þann skaða, sem þú hefur þegar valdið saklausum einstaklingum, með því að biðjast fyrirgefningar. Og lofa upp á æru og trú, að þú munir framvegis og hér með láta af þessari iðju. Þá værir þú maður að meiri. Ég skrifa þetta bréf persónulega. Áritun systkina minna og annarra,sem þú hefur nafngreint í söguburðinum, táknar að við erum sammála um að segja við þig: Hingað – en ekki lengra . (Leturbreytingar eru mínar – JBH) Snæfríður“ Við þessu bréfi barst aldrei neitt svar. 3. Vitnisburður Kolfinnu: „Byrjum á byrjuninni. Ritstjóri Nýs lífs birtir mynd af Guðrúnu Harðardóttur, sem er þá sögð vera tíu ára, um það leyti, sem hún á að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Jóns Baldvins. Lengra verður tæpast gengið í að vega að æru manns. Til sannindamerkis um, að þessi ákæra eigi við einhver rök að styðjast, eru tilgreind tvö atvik, þegar Guðrún er tólf og fimmtán ára, fyrir meira en hálfum öðrum áratug. Þar með er búið að blanda mér og börnunum mínum inn í málið, sem og systur minni, Snæfríði, auk móður okkar. Við vorum nefnilega öll viðstödd þessi tilgreindu atvik og vitum því, um hvað er verið að tala. Sjón er sögu ríkari. Við þurfum ekki að reiða okkur á frásögn annarra. Við erum öll sannfærð og sammála um, að þarna átti engin kynferðsleg áreitni sér stað. Hvers vegna var ekki kært fyrr en eftir dúk og disk? Það er einfaldlega af því, að það hvarflaði ekki að neinum – hvorki Guðrúnu, aðstandendum hennar né okkur hinum – að hún hefði verið beitt kynferðislegri áreitni. Öll okkar samskipti næstu árin staðfesta þetta. …Hvað stendur þá eftir? Tilraun til mannorðsmorðs, sem hefur ekki annað við að styðjast en sögusagnir og – eftiráspuna. ” (28.04.12) 4. MÁL GUÐRÚNAR HARÐARDÓTTUR: Af öllum þeim sakagiftum, sem á mig hafa verið bornar, og verið til lykta leidd, eru mál kennd við Guðrúnu Harðardóttur þau einu, sem hafa haft sinn gang í réttarkerfinu. Hin hafa öll verið rekin í fjölmiðlum. Fyrri kæran (2005) snérist um meinta kynferðislega áreitni við Guðrúnu sem barn. Kærunni var vísað frá, enda varð vitnum við komið eins og vitnisburðurinn hér að framan staðfestir. Seinni kæran (2006-07) snérist um það, hvort efni bréfs sem fylgdi bókarsendingu til Guðrúnar, þar sem hún var skiptinemi í Venezuela, gæti “sært blygðunarkennd” viðtakandans. Og viðtakandinn var 17 ára, ekki á barnsaldri. Kæran var rannsökuð með hliðsjón af framlögðum gögnum og með yfirheyrslum og vitnaleiðslum. Niðurstaðan var sú sama: Kærunni var vísað frá, þar sem ekki fannst tilefni til sakfellingar. Þótt efni bréfs hafi hvorki réttlætt ákæru né leitt til sakfellingar að lögum, getur það verið óviðurkvæmilegt og ósæmilegt, þótt ekki þyki það refsivert í skilningi laga. Þá er til bóta að bréf má endursenda. Viðtakandi getur líka átt rétt á afsökunarbeiðni. Hver voru viðbrögð mín þegar ég gerði mér ljóst að mér hefði orðið alvarlega á? Ég játaði brot mitt fyrirvara- og fortakslaust og þrætti ekki fyrir neitt. Ég ástundaði hvorki þöggun né yfirhylmingu. Ég skammaðist mín, iðraðist, leitaði ásjár og baðst fyrirgefningar. Ég viðurkenndi að efni bréfsins væri ósæmilegt. Ég áttaði mig á því, eftir á, að viðtakandinn hafði engar forsendur til að skilja hvort heldur var bók eða bréf, sem áttu ekkert erindi við hana. Ég játaði því á mig dómgreindarbrest og baðst fyrirgefningar. Ég skrifaði Guðrúnu sjálfri afsökunarbréf (Apríl, 2002). Þar segir m.a.: “Auðvitað særir það mig að heyra úr ýmsum áttum söguburð, hafðan eftir þér, um að ég hafi áreitt þig kynferðislega sem barn. Ég veit að þú veist að það er ekki satt. Ég hef aldrei þröngvað þér til neinna atlota, ekki snert þig, ekki kysst þig nema á báða vanga, eins og ég geri við alla sem mér þykir vænt um. Þetta veit ég að þú veist, og það nægir mér.” Við þessari afsökunarbeiðni hefur aldrei borist neitt svar. Ég bauðst einnig til að hitta fjölskylduna til að bera fram afsökunarbeiðni mína augliti til auglitis. Ég bauðst til að ræða við hvern þann, sem fjölskyldan kysi sér til fulltingis, sálfræðinga, félagsráðgjafa eða aðra milligöngumenn, til þess að sannleikurinn í málinu yrði leiddur í ljós og misskilningi, tortryggni og grunsemdum yrði eytt. Ég hef játað mitt brot. Ég hef líka beðist fyrirgefningar og leitað hjálpar til að koma á sáttaumleitunum. Í tvo áratugi hefur þeirri viðleitni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Því miður er það svo, að það er hatur og hefnigirni, sem að baki býr. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra sem hýsa það og næra. 5. SVÖR VIÐ SÖGUBURÐI: Að því er varðar allan þann söguburð, sem ritstýrt hefur verið af Aldísi dóttur okkar allt frá árinu 2013, vil ég taka fram eftirfarandi: 1) Sögum hinna nafngreindu hef ég þegar svarað (www.jbh.is - Söguburður.) Um sannleiksgildi þessa söguburðar getur hver og einn dæmt fyrir sig. Ég læt nægja hér að taka sem dæmi nýjustu söguna. Um hana segir eina óhlutdræga vitnið í yfirheyrslu hjá lögreglu: “Þetta er hreinn tilbúningur og tómt rugl.” 2) Að því er varðar hinar nafnlausu er þetta að segja: Í upphafi taldi ég mig vera varnarlausan eins og jafnan er um þá sem vegið er að úr launsátri. En við nánari skoðun kom á daginn að unnt var að sannreyna eina söguna út frá stund og stað. Sú saga reyndist vera hreinn skáldskapur. Þá vaknar spurningin: Gegnir kannski sama máli um allar hinar? Svarið við þeirri spurning er þetta: Vandleg skoðun og könnun á staðreyndum og sannleiksgildi fullyrðinga leiðir í ljós, að flestar þessara frásagna eru sannanlega ýmist uppspuni frá rótum eða fá ekki staðist af öðrum þartilgreindum ástæðum (sjá www.jbh.is – Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið). Hinar, sem eftir standa eiga það sammerkt að þar er ekkert sem hönd á festir; hvorki hvar né hvenær eða hverjir eigi í hlut. Um það gildir það sama og sagði í frávísun lögreglustjóraembættisins í október 2013 á sögum eftir ónafngreinda höfunda, að söguburður af þessu tagi er “ómarktækur”. Það er engin leið að kanna sannleiksgildi með vísan til staðreynda. En það er líka ekkert sem gefur ástæða til að ætla, að sannleiksgildið sé annað og meira en hjá hinum. Sannast sagna flokkast mörg þessara ummæla undir það, sem nú gengur undir nafninu “hatursumræða”. Eitt dæmi af mörgum: Aldurhnigin kona lætur hafa eftir sér eftirfarandi orð um okkur Bryndísi: “Hún (Bryndís) er alveg eins og hann. Grípur utanum kinfæri (sic) ungra manna á fylliríum”. Sú sem þetta segir er augljóslega gersneidd allri sómakennd – og þ.a.l. er ekkert mark takandi á því, sem eftir henni er haft. Sama soramarkið er á mörgum þessara ummæla. Þau eru í sjálfu sjálfu sér haldbær rök fyrir því, að réttast væri að loka þessari MeToo – gátt, í nafni þess að verja tjáningarfrelsið fyrir hatursumræðu og mannréttindi fórnarlambanna fyrir dómstóli götunnar. Í nafni almenns velsæmis. Hvað stendur þá eftir? Svar: Hatrið og hefnigirndin. Eftir ótal sáttatilraunir sneri bróðir Bryndísar til baka með þessi skilaboð “Sáttatilraunir – þið getið gleymt því. Ykkur mætir ekkert nema svartnætti af hatri”. 6. SEKUR – ÞÓTT DÆMDUR SÉ SAKLAUS? Ég hef notað orðið fjölskylduharmleik um það sem er að gerast í þessu dómsmáli. Mala domestica lacrimes majores sunt. Fjölskyldubölið er þyngra en tárum taki, eins og Brynjólfur Skálholtsbiskup komst að orði forðum daga. Það er þess vegna sem ég er einlæglega þeirrar skoðunar að þetta réttarhald hefði átt að vera lokað. Við erum hér að fjalla um viðkvæm fjölskyldumál, sem við eigum að forðast að bera á torg. Sjálfum finnst mér það hreinn níðingsskapur að gera ógæfu annarra sér að féþúfu og skeyta í engu um, hvað er satt eða logið í óhróðrinum, sem út er borinn. En það er búið og gert. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut, svo ekki verður aftur snúið. Um líkt leyti og aðförin gegn mér og fjölskyldu minni stóð sem hæst í byrjun árs 2019 birtu Stígamót sína árlegu skýrslu um þolendur kynferðisofbeldis, sem til þeirra höfðu leitað á árinu 2018. Þar kom m.a. fram, að 321 kona sagðist hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun og 127 sögðust vera þolendur sifjaspella. M.ö.o 448 konur leituðu sér hjálpar vegna grófra ofbeldisverka, sem þær höfðu orðið fyrir, að eigin sögn. Þetta náði í fréttir þann daginn – en síðan ekki söguna meir. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um þennan málabúnað, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni? Sannanlega upplognar sögur um meintar ávirðingar þekktra einstaklinga þykja augljóslega vera fín söluvara. En þegar þær reynast ekki vera á rökum reistar er ótvírætt verið að grafa undan trúverðugleika þeirra, sem eru þolendur raunverulegs kynferðisofbeldis. Hópurinn í kringum Aldísi sem hefur tekið nafn #metoo hreyfingarinnar traustataki, hefur einmitt gerst sig sekan um það. #metoo hreyfingin var í upphafi mannréttindahreyfing. Henni var ætlað að rétta hlut kvenna, sem orðið hafa fyrir raunverulegu kynferðisofbeldi (nauðgun, heimilisofbeldi og kúgun á vinnustöðum). Eins og allar mannréttindahreyfingar fyrr og síðar stendur þessi hreyfing frammi fyrir vali: Ætlar hún að einbeita sér að umbótum á réttarkerfinu? Eða krefst hún þess að taka réttvísina í eigin hendur? Og skeytir þá engu um afleðingarnar? Þar með skal hver sá, sem ákærður er í fjölmiðlum, teljast sekur án rannsóknar, án réttarhalda, án vitnaleiðslu, án úrskurðar hlutlauss dómara. Þar með er réttarríkið – helsta djásn vestrænnar menningar – týnt og tröllum gefið. Viljum við það? Þeirri spurningu verðum við öll að svara. Fimm sinnum á sl. tveimur áratugum hafa sömu aðilar lagt fram kærur á hendur mér um kynferðislega áreitni. Fimm sinnum hefur þessum kærum verið vísað frá að lokinni rannsókn (2002, 2005, 2007, 2013 og 2014). Það er kominn tími til að binda endi á þessa aðför í eitt skipti fyrir öll. Flestum kann að þykja það öfugsnúið réttlæti að þurfa að sanna sakleysi sitt sérstaklega fyrir dómi. En það er kominn tími til að taka af öll tvímæli. Ég hef aldrei nauðgað nokkurri konu. Ég hef aldrei þvingað nokkra konu til kynferðislegra atlota. Ég hef ekki misnotað dætur mínar. Ég hef ekki stundað sifjaspell með elstu dóttur minni. Það eina sem ég fer fram á er að ærumeiðandi fullyrðingar af þessu tagi verði dæmdar “dauðar og ómerkar”. 7. LOKAORÐ Á vísindavef HÍ segir að málfrelsi sem okkur ber að verja til síðasta blóðdropa leyfi mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né heldur að verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Málfrelsið takmarkast m.ö.o af rétti annarra til að njóta sannmælis. Í ljósi þessa spyr ég: Er það í lagi, að fréttamaður spyrji engra gagnrýninna spurninga, kanni hvergi sannleiksgildi? Leiti ekki auðfenginna upplýsinga? Hafi eftir aðdróttanir og meiðyrði, sem honum/henni má vera ljóst fyrirfram, að réttarkerfið hefur vísað frá. Eins og t.d. þessi svívirðilega ásökun um sifjaspell – grafalvarlegan glæp - sem bæði rannsóknarlögreglan (13. Jan. 2014) og ríkissaksóknari (28. Feb. 2014) hafa vísað frá sem ótrúverðugum. Þar með hefur RÚV tekið sér dómsvald sem er skýrt og klárt brot á lögum um Ríkisútvarpið. Eða um valdamanninn mikla, sem á að geta sigað lögreglu á saklaust fólk og látið nauðungarvista það og pynta; sem neyðir geðlækna til að greina sjúklinga ranglega til að geta framlengt nauðungarvistun? Og getur skipað ráðuneytum fyrir verkum og jafnvel sjálfum dómsstólunum? Þetta eru grafalvarlegar ásakanir um botnlausa spillingu í ýmsum lykilstofnunum íslensks samfélags, hvorki meira né minna. Hvað dvelur hina sjálfskipuðu rannsóknarblaðamenn RÚV í að flétta með kerfisbundnum hætti ofan af þessari spillingu? Erum við stödd í Rússlandi Pútins eða í Sádí-Arabíu? Þetta er kjarni þessa máls. Þótt fjölskylduharmleikurinn sé einkamál eru aðrir þættir þessa máls, sem varða okkur öll. Það á svo sannarlega við um hlutverk fjölmiðla og samfélagsmiðla í samtímanum. Það er reginmunur á rannsóknarblaðamennsku og ofsóknarblaðamennsku. Í réttarríki ber að gera strangar kröfur til þess að dómsstólar láti ekki stjórnast af annarlegum hagsmunum, pólitískum rétttrúnaði eða tískuhreyfingum í almenningsáliti. Engum á að líðast að taka sér sjálftökurétt til að útskúfa einstaklingum úr samfélaginu á grundvelli upploginna sakargifta – án dóms og laga. Það er ekkert sem réttlætir ósannar og ærumeiðandi fullyrðingar – mannorðsmorð án dóms og laga. Þess vegna er þetta mál flutt, í trausti þess að við búum enn í réttarríki. Höfundur er fyrrv. formaður Alþýðuflokksins, flokks íslenskra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
1. MEIÐYRÐAMÁL Með bréfi 9. apríl var RÚV (og Aldísi Schram til vara) gefinn kostur á málalokum utan réttar, þ.e. með því að báðir aðilar bæðust afsökunar á ummælum og viðurkenndu að þau væru röng og drægju þau til baka. Þessu var svarað með þögninni. Þess vegna er meiðyrðamál neyðarúrræði. Ég höfða þetta mál gegn RÚV og gegn Aldísi Schram (til vara sem heimildamanni). Við förum þess á leit að tiltekin ummæli, ósönn og ærumeiðandi sem þau eru, verði dæmd „dauð og ómerk“. Meintar sakargiftir eru þessar: 1.Að ég hafi misnotað dætur mínar ungar kynferðislega. 2.Að ég hafi ástundað sifjaspell með elstu dóttur minni, sem fullorðinni konu, þar sem hún var vistuð á geðdeild. 3.Að ég hafi misbeitt (ímynduðu) valdi til að svipta elstu dóttur mína saklausa frelsi (sigað á hana lögreglu) og nauðungarvistað hana á geðdeild, þar sem hún sætti (að mínu undirlagi) nauðungarvistun, nauðungarlyfjatöku og var ranglega greind með geðhvarfasýki í því tímabundna ástandi. 2. SAMFÉLAGSLEG HJÁLP EÐA VALDBEITING? Fyrst fáein orð um meinta misbeitingu valds. Sannleikurinn er sá að hvorki hef ég haft slíkt vald, né heldur beitt slíku valdi. Nauðungarvistun er neyðarúrræði geðlæknis varðandi meðhöndlun sjúklings, sem neitar að viðurkenna veikindi sín og nauðsyn læknishjálpar. Enginn einn læknir, heldur fjöldi fagaðila, kemur að hverri nauðungarvistun. Fram að árinu 2016 þurftu aðstandendur hins vegar lögum samkvæmt að samþykkja nauðungarvistun sjúklings að læknisráði og jafnvel að svifta sjálfræði í neyðartilvikum. Þetta hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskyldur aðstandenda, eins og dæmin sanna. Einmitt það var upphaf ógæfunnar í okkar tilviki. Það eina sem fyrir aðstandendum vakir í slíkum neyðartilvikum er að gera það sem þarf til að tryggja hinum sjúka bráðnauðsynlega læknishjálp. Vitað er að stefnda, Aldís, hefur nýtt sér kærurétt sinn og beint klögumálum að forráðamönnum samfélagsstofnana sem að þessum málum koma, t.d. stjórn LHS, geðdeild LHS, geðlæknum, fulltrúum félagsmálastofnana, barnaverndarnefnda, dómsmálaráðuneyti og dómsstólum, auk lögreglu. Ábyrgðin er þessara aðila, ef misbrestur hefur orðið á í framkvæmd. Það er annarra að dæma um. 3. VITNISBURÐUR DÆTRA OKKAR Næst vil ég víkja nokkrum orðum að ásökunum um kynferðislega áreitni við dætur mínar ungar og að hafa ástundað sifjaspell með elstu dóttur minni. Ég leyfi mér að leiða fram þrjú vitni – nefnilega dætur mínar þrjár. 1. Vitnisburður Aldísar: Í febrúar 1995 birti tímaritið Mannlíf viðtal við dætur okkar Bryndísar, þær Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, undir fyrirsögninni „Þríleikur Baldvinsdætra“. Blaðamaður spyr: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar sem börn?“ Svör systranna lýsa óneitanlega ástúð og vinarþeli í garð föður þeirra, ekki síst Aldísar: „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: Refur, óheiðarlegur, hrokagikkur...akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur...fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur“. Þegar yngsta systirin Kolfinna grípur frammí og segir: „Erum við ekki orðnar of væmnar núna stelpur?“ svarar Aldís að bragði: „Sama er mér! Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“ Aldís var 36 ára gömul árið 1995 þegar hún fór þessum lofsamlegu orðum um föður sinn. Þetta rímar ekki við það, sem hún heldur nú fram að hún hafi slitið öllum samskiptum við föðurinn árið 1991. Það er sannanlega ósatt. Svo mikið traust bar hún til föður síns að hún gekk frá því skriflega, að hann einn mætti fyrir hönd aðstandenda samþykkja sjálfræðissviptingu hennar, ef og þegar á reyndi, eins og á árunum 1998-2002. Hvað hefur breyst? Ég kann bara eina skýringu á því. Hlutdeild mín, lögum samkvæmt þá, í samþykkt nauðungarvistunar á geðdeild að læknisráði og síðar beiðni um sjálfræðissviptingu, „til þess að hún mætti njóta bráðnauðsynlegrar læknishjálpar í erfiðum veikindum“, eins og þar stendur. Það er skýringin. Eftir það vildi hún kenna mér og fjölskyldu okkar um þessa ógæfu. Hún hefur aldrei fyrirgefið þetta. Í greinagerð sinni um verklag sjúkrahússþjónustu við geðfatlaða segir Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir geðsviðs Landspítalans „...slíkar beiðnir (hafa) skilið eftir sig sár sem gróa seint eða aldrei.“ Þetta er okkar fjölskylduharmleikur. Það má heita með ólíkindum að ég heyri þetta tal um sifjaspell fyrst í útvarpsviðtali á RÚV 17. jan 2019 í boði fréttamannanna Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan. Aldís segist að vísu hafa nefnt sifjaspell í kæru sinni til lögreglu f.h. ónafngreindra kvenna árið 2013. Sú kæra var mér aldrei birt. Ég las bara um hana í DV. Þegar ég grennslaðist fyrir um afdrif kærunnar hjá lögreglustjóraembættinu var mér tjáð að kærunni (08.10.13) hefði verið vísað frá sem „ómarktækri“. Sú niðurstaða var síðan staðfest af saksóknara (28.02.14). Vitnaleiðslan í þessari sifjaspellssögu er með ólíkindum. Aldís, þolandinn að eigin sögn, segist ekkert hafa vitað af þessu sjálf vegna ofnotkunar lyfja. Hins vegar hafi hún heyrt þennan orðróm hafðan eftir sjálfri sér, í skrafinu á geðdeild. Og hún hefur það eftir einhverjum að þetta hafi verið „á vitorði“ starfsfólks deildarinnar. Á maður að trúa því að yfirmenn geðdeildar hafi látið slíkt afskiptalaust? Eða er verið að ljúga upp á þá? Var þetta kannski afskrifað sem hvert annað óráðshjal? Minnug loflegra ummæla um hvern mann faðir hennar hafi að geyma í blaðaviðtali 1995 er það harla ótrúverðugt, þótt ekki sé meira sagt, að þetta eigi að hafa gerst fyrir þann tíma. Aldís var, eins og staðfest er af framlögðum gögnum hennar, vistuð á geðdeild nokkrum sinnum á árunum fyrir 1995. Næstu tvö árin, eftir fæðingu dóttur hennar, naut hún aðstoðar og eftirlits af hálfu barnaverndar- og félagsmálastofnunar. Það er ekki fyrr en á árunum 1998 til 2002 sem hún er aftur vistuð á geðdeild. Þá er ég búsettur erlendis og átti því sannanlega ekki heimangengt til að vitja dóttur minnar á geðdeild. Þessi söguburður fær því ekki staðist. Þetta getur ekki flokkast undir annað en óráðshjal. 2. Vitnisburður Snæfríðar: Á árunum 2003-2006 átti Snæfríður dóttir okkar, systir Aldísar, í hatrammri forræðisdeilu við ítalskan barnsföður sinn, Marco Brancaccia, um forræði yfir dóttur þeirra Mörtu. Málaferlin fóru fram í þremur löndum og var lengi vel tvísýnt um niðurstöðu. Í tengslum við þessa forræðisdeilu sendi Marco dreifibréf á öll sendiráð Íslands og fylgdi með persónulegt bréf Aldísar til hans. Bréfið hafði að geyma ísmeygilegar dylgjur um að ég kynni að hafa misnotað dætur mínar ungar. Aðdróttanir og dylgjur, en nota bene ekki fullyrðingar. Að vísu hafði Aldís áður (2002) dylgjað um þetta í maníuköstum – en aldrei kært fyrr en 2013, þá að eigin sögn. Þegar Snæfríður fékk í hendur bréf Aldísar, þar sem um þetta var dylgjað, brást hún reið við og svaraði systur sinni með þessum orðum (bréfið er ódagsett): „Þótt meðfylgjandi bréf sé ekki að koma fyrir mín augu í fyrsta sinn, brá mér jafnmikið, þegar ég fékk það núna og í fyrra sinnið. Þá var ég enn svo örmagna eftir langa og erfiða baráttu fyrir forræði yfir dóttur minni, að ég megnaði ekki að bregðast við. Það brast eitthvað innra með mér, þegar ég sá frá hverjum þessi ljótu orð komu. Ég átti lengi vel bágt með að trúa því, að þetta bréf til mannsins væri frá systur minni. Ég vildi ekki trúa því, að þú gætir lagst svona lágt. Ég lagði þetta til hliðar, við hlið allra hinna ljótu póstanna, sem mér hafa borist úr sömu átt. Og reyndi að gleyma. En vissulega brast strengur hið innra með mér, sem verður aldrei aftur heill. En nú, þegar þessi soraskrif eru gerð opinber, fæ ég ekki lengur orða bundist. Það er ekki lengur hægt að láta eins og þú sért ekki sjálfráð gerða þinna. Og vitir þar afleiðandi ekki, hvað þú gerir. Reyndar skilst mér, að þú neitir því nú orðið, að þú hafir nokkru sinni verið veik – og viljir telja sjálfri þér og öðrum trú um, að þú hafir verið fórnarlamb þeirra, sem síst skyldi – þinnar nánustu fjölskyldu. Á það kannski að vera réttlætingin fyrir öllu þessu hatri? Hvenær tókst þú upp á því að breiða út allar þessar sögur um föður þinn? Lengi vel var móðir þín helsti skotspónn haturs þíns. Hvenær breyttist það – og beindist fremur að föðurnum? Söguburðurinn er síbreytilegur eins og venjulega, þegar um uppspuna er að ræða. Og nú skirrist þú ekki við því að draga mitt nafn inn í þennan söguburð. Það veit sú sem allt veit, að þú ferð með ósannindi. Og þær, sem þú nafngreinir í rógsbréfinu eru reiðubúnar að staðfesta, að þú ferð með uppspuna og rógburð. Hvers vegna allt þetta óstjórnlega hatur? Þetta varðar ekki bara föður okkar og mig, heldur alla okkar fjölskyldu og eitrar út frá sér í þriðja ættlið. Þú gefur í skyn, að faðir minn hafi misnotað mig í æsku, og að það eigi að skýra hegðun mína í sambandi við þennan mann og endalok þess. Þú þykist gera mig ábyrga fyrir því. Ef þú bara vissir, hvað þú ert að fleipra um. Þú ert ekki bara að grafa undan mínum trúverðugleika sem manneskju, heldur ert þú jafnframt að gera lítið úr slíkum glæpum og fórnarlömbum þeirra. Bréf þitt segir því miður mest um höfund þess, en minnst um þá, sem veist er að. Að bendla okkur hin við ásakanir þínar á hendur föður þínum er ekki bara andstyggilegt – það er bæði ljótt og siðlaust. Og varðar reyndar við lög. Það er ekki til of mikils mælst, að þú hættir þessum rógburði um föður þinn, mig og aðra, sem þú hefur nafngreint að tilefnislausu. Lengi vel leiddum við þetta hjá okkur, af því að þú værir veik. Ef þú hafnar því og segist gera þetta vitandi vits og af ásettu ráði – þá er ekki lengur hægt að láta róginn sem vind um eyru þjóta – sem óra í sjúkum huga. Þá verður þú einfaldlega, eins og hver önnur ærleg manneskja, að vera reiðubúin að taka afleiðingum gerða þinna. Áður en á það reynir, getur þú reynt að bæta fyrir þann skaða, sem þú hefur þegar valdið saklausum einstaklingum, með því að biðjast fyrirgefningar. Og lofa upp á æru og trú, að þú munir framvegis og hér með láta af þessari iðju. Þá værir þú maður að meiri. Ég skrifa þetta bréf persónulega. Áritun systkina minna og annarra,sem þú hefur nafngreint í söguburðinum, táknar að við erum sammála um að segja við þig: Hingað – en ekki lengra . (Leturbreytingar eru mínar – JBH) Snæfríður“ Við þessu bréfi barst aldrei neitt svar. 3. Vitnisburður Kolfinnu: „Byrjum á byrjuninni. Ritstjóri Nýs lífs birtir mynd af Guðrúnu Harðardóttur, sem er þá sögð vera tíu ára, um það leyti, sem hún á að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Jóns Baldvins. Lengra verður tæpast gengið í að vega að æru manns. Til sannindamerkis um, að þessi ákæra eigi við einhver rök að styðjast, eru tilgreind tvö atvik, þegar Guðrún er tólf og fimmtán ára, fyrir meira en hálfum öðrum áratug. Þar með er búið að blanda mér og börnunum mínum inn í málið, sem og systur minni, Snæfríði, auk móður okkar. Við vorum nefnilega öll viðstödd þessi tilgreindu atvik og vitum því, um hvað er verið að tala. Sjón er sögu ríkari. Við þurfum ekki að reiða okkur á frásögn annarra. Við erum öll sannfærð og sammála um, að þarna átti engin kynferðsleg áreitni sér stað. Hvers vegna var ekki kært fyrr en eftir dúk og disk? Það er einfaldlega af því, að það hvarflaði ekki að neinum – hvorki Guðrúnu, aðstandendum hennar né okkur hinum – að hún hefði verið beitt kynferðislegri áreitni. Öll okkar samskipti næstu árin staðfesta þetta. …Hvað stendur þá eftir? Tilraun til mannorðsmorðs, sem hefur ekki annað við að styðjast en sögusagnir og – eftiráspuna. ” (28.04.12) 4. MÁL GUÐRÚNAR HARÐARDÓTTUR: Af öllum þeim sakagiftum, sem á mig hafa verið bornar, og verið til lykta leidd, eru mál kennd við Guðrúnu Harðardóttur þau einu, sem hafa haft sinn gang í réttarkerfinu. Hin hafa öll verið rekin í fjölmiðlum. Fyrri kæran (2005) snérist um meinta kynferðislega áreitni við Guðrúnu sem barn. Kærunni var vísað frá, enda varð vitnum við komið eins og vitnisburðurinn hér að framan staðfestir. Seinni kæran (2006-07) snérist um það, hvort efni bréfs sem fylgdi bókarsendingu til Guðrúnar, þar sem hún var skiptinemi í Venezuela, gæti “sært blygðunarkennd” viðtakandans. Og viðtakandinn var 17 ára, ekki á barnsaldri. Kæran var rannsökuð með hliðsjón af framlögðum gögnum og með yfirheyrslum og vitnaleiðslum. Niðurstaðan var sú sama: Kærunni var vísað frá, þar sem ekki fannst tilefni til sakfellingar. Þótt efni bréfs hafi hvorki réttlætt ákæru né leitt til sakfellingar að lögum, getur það verið óviðurkvæmilegt og ósæmilegt, þótt ekki þyki það refsivert í skilningi laga. Þá er til bóta að bréf má endursenda. Viðtakandi getur líka átt rétt á afsökunarbeiðni. Hver voru viðbrögð mín þegar ég gerði mér ljóst að mér hefði orðið alvarlega á? Ég játaði brot mitt fyrirvara- og fortakslaust og þrætti ekki fyrir neitt. Ég ástundaði hvorki þöggun né yfirhylmingu. Ég skammaðist mín, iðraðist, leitaði ásjár og baðst fyrirgefningar. Ég viðurkenndi að efni bréfsins væri ósæmilegt. Ég áttaði mig á því, eftir á, að viðtakandinn hafði engar forsendur til að skilja hvort heldur var bók eða bréf, sem áttu ekkert erindi við hana. Ég játaði því á mig dómgreindarbrest og baðst fyrirgefningar. Ég skrifaði Guðrúnu sjálfri afsökunarbréf (Apríl, 2002). Þar segir m.a.: “Auðvitað særir það mig að heyra úr ýmsum áttum söguburð, hafðan eftir þér, um að ég hafi áreitt þig kynferðislega sem barn. Ég veit að þú veist að það er ekki satt. Ég hef aldrei þröngvað þér til neinna atlota, ekki snert þig, ekki kysst þig nema á báða vanga, eins og ég geri við alla sem mér þykir vænt um. Þetta veit ég að þú veist, og það nægir mér.” Við þessari afsökunarbeiðni hefur aldrei borist neitt svar. Ég bauðst einnig til að hitta fjölskylduna til að bera fram afsökunarbeiðni mína augliti til auglitis. Ég bauðst til að ræða við hvern þann, sem fjölskyldan kysi sér til fulltingis, sálfræðinga, félagsráðgjafa eða aðra milligöngumenn, til þess að sannleikurinn í málinu yrði leiddur í ljós og misskilningi, tortryggni og grunsemdum yrði eytt. Ég hef játað mitt brot. Ég hef líka beðist fyrirgefningar og leitað hjálpar til að koma á sáttaumleitunum. Í tvo áratugi hefur þeirri viðleitni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Því miður er það svo, að það er hatur og hefnigirni, sem að baki býr. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra sem hýsa það og næra. 5. SVÖR VIÐ SÖGUBURÐI: Að því er varðar allan þann söguburð, sem ritstýrt hefur verið af Aldísi dóttur okkar allt frá árinu 2013, vil ég taka fram eftirfarandi: 1) Sögum hinna nafngreindu hef ég þegar svarað (www.jbh.is - Söguburður.) Um sannleiksgildi þessa söguburðar getur hver og einn dæmt fyrir sig. Ég læt nægja hér að taka sem dæmi nýjustu söguna. Um hana segir eina óhlutdræga vitnið í yfirheyrslu hjá lögreglu: “Þetta er hreinn tilbúningur og tómt rugl.” 2) Að því er varðar hinar nafnlausu er þetta að segja: Í upphafi taldi ég mig vera varnarlausan eins og jafnan er um þá sem vegið er að úr launsátri. En við nánari skoðun kom á daginn að unnt var að sannreyna eina söguna út frá stund og stað. Sú saga reyndist vera hreinn skáldskapur. Þá vaknar spurningin: Gegnir kannski sama máli um allar hinar? Svarið við þeirri spurning er þetta: Vandleg skoðun og könnun á staðreyndum og sannleiksgildi fullyrðinga leiðir í ljós, að flestar þessara frásagna eru sannanlega ýmist uppspuni frá rótum eða fá ekki staðist af öðrum þartilgreindum ástæðum (sjá www.jbh.is – Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið). Hinar, sem eftir standa eiga það sammerkt að þar er ekkert sem hönd á festir; hvorki hvar né hvenær eða hverjir eigi í hlut. Um það gildir það sama og sagði í frávísun lögreglustjóraembættisins í október 2013 á sögum eftir ónafngreinda höfunda, að söguburður af þessu tagi er “ómarktækur”. Það er engin leið að kanna sannleiksgildi með vísan til staðreynda. En það er líka ekkert sem gefur ástæða til að ætla, að sannleiksgildið sé annað og meira en hjá hinum. Sannast sagna flokkast mörg þessara ummæla undir það, sem nú gengur undir nafninu “hatursumræða”. Eitt dæmi af mörgum: Aldurhnigin kona lætur hafa eftir sér eftirfarandi orð um okkur Bryndísi: “Hún (Bryndís) er alveg eins og hann. Grípur utanum kinfæri (sic) ungra manna á fylliríum”. Sú sem þetta segir er augljóslega gersneidd allri sómakennd – og þ.a.l. er ekkert mark takandi á því, sem eftir henni er haft. Sama soramarkið er á mörgum þessara ummæla. Þau eru í sjálfu sjálfu sér haldbær rök fyrir því, að réttast væri að loka þessari MeToo – gátt, í nafni þess að verja tjáningarfrelsið fyrir hatursumræðu og mannréttindi fórnarlambanna fyrir dómstóli götunnar. Í nafni almenns velsæmis. Hvað stendur þá eftir? Svar: Hatrið og hefnigirndin. Eftir ótal sáttatilraunir sneri bróðir Bryndísar til baka með þessi skilaboð “Sáttatilraunir – þið getið gleymt því. Ykkur mætir ekkert nema svartnætti af hatri”. 6. SEKUR – ÞÓTT DÆMDUR SÉ SAKLAUS? Ég hef notað orðið fjölskylduharmleik um það sem er að gerast í þessu dómsmáli. Mala domestica lacrimes majores sunt. Fjölskyldubölið er þyngra en tárum taki, eins og Brynjólfur Skálholtsbiskup komst að orði forðum daga. Það er þess vegna sem ég er einlæglega þeirrar skoðunar að þetta réttarhald hefði átt að vera lokað. Við erum hér að fjalla um viðkvæm fjölskyldumál, sem við eigum að forðast að bera á torg. Sjálfum finnst mér það hreinn níðingsskapur að gera ógæfu annarra sér að féþúfu og skeyta í engu um, hvað er satt eða logið í óhróðrinum, sem út er borinn. En það er búið og gert. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut, svo ekki verður aftur snúið. Um líkt leyti og aðförin gegn mér og fjölskyldu minni stóð sem hæst í byrjun árs 2019 birtu Stígamót sína árlegu skýrslu um þolendur kynferðisofbeldis, sem til þeirra höfðu leitað á árinu 2018. Þar kom m.a. fram, að 321 kona sagðist hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun og 127 sögðust vera þolendur sifjaspella. M.ö.o 448 konur leituðu sér hjálpar vegna grófra ofbeldisverka, sem þær höfðu orðið fyrir, að eigin sögn. Þetta náði í fréttir þann daginn – en síðan ekki söguna meir. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um þennan málabúnað, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni? Sannanlega upplognar sögur um meintar ávirðingar þekktra einstaklinga þykja augljóslega vera fín söluvara. En þegar þær reynast ekki vera á rökum reistar er ótvírætt verið að grafa undan trúverðugleika þeirra, sem eru þolendur raunverulegs kynferðisofbeldis. Hópurinn í kringum Aldísi sem hefur tekið nafn #metoo hreyfingarinnar traustataki, hefur einmitt gerst sig sekan um það. #metoo hreyfingin var í upphafi mannréttindahreyfing. Henni var ætlað að rétta hlut kvenna, sem orðið hafa fyrir raunverulegu kynferðisofbeldi (nauðgun, heimilisofbeldi og kúgun á vinnustöðum). Eins og allar mannréttindahreyfingar fyrr og síðar stendur þessi hreyfing frammi fyrir vali: Ætlar hún að einbeita sér að umbótum á réttarkerfinu? Eða krefst hún þess að taka réttvísina í eigin hendur? Og skeytir þá engu um afleðingarnar? Þar með skal hver sá, sem ákærður er í fjölmiðlum, teljast sekur án rannsóknar, án réttarhalda, án vitnaleiðslu, án úrskurðar hlutlauss dómara. Þar með er réttarríkið – helsta djásn vestrænnar menningar – týnt og tröllum gefið. Viljum við það? Þeirri spurningu verðum við öll að svara. Fimm sinnum á sl. tveimur áratugum hafa sömu aðilar lagt fram kærur á hendur mér um kynferðislega áreitni. Fimm sinnum hefur þessum kærum verið vísað frá að lokinni rannsókn (2002, 2005, 2007, 2013 og 2014). Það er kominn tími til að binda endi á þessa aðför í eitt skipti fyrir öll. Flestum kann að þykja það öfugsnúið réttlæti að þurfa að sanna sakleysi sitt sérstaklega fyrir dómi. En það er kominn tími til að taka af öll tvímæli. Ég hef aldrei nauðgað nokkurri konu. Ég hef aldrei þvingað nokkra konu til kynferðislegra atlota. Ég hef ekki misnotað dætur mínar. Ég hef ekki stundað sifjaspell með elstu dóttur minni. Það eina sem ég fer fram á er að ærumeiðandi fullyrðingar af þessu tagi verði dæmdar “dauðar og ómerkar”. 7. LOKAORÐ Á vísindavef HÍ segir að málfrelsi sem okkur ber að verja til síðasta blóðdropa leyfi mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né heldur að verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Málfrelsið takmarkast m.ö.o af rétti annarra til að njóta sannmælis. Í ljósi þessa spyr ég: Er það í lagi, að fréttamaður spyrji engra gagnrýninna spurninga, kanni hvergi sannleiksgildi? Leiti ekki auðfenginna upplýsinga? Hafi eftir aðdróttanir og meiðyrði, sem honum/henni má vera ljóst fyrirfram, að réttarkerfið hefur vísað frá. Eins og t.d. þessi svívirðilega ásökun um sifjaspell – grafalvarlegan glæp - sem bæði rannsóknarlögreglan (13. Jan. 2014) og ríkissaksóknari (28. Feb. 2014) hafa vísað frá sem ótrúverðugum. Þar með hefur RÚV tekið sér dómsvald sem er skýrt og klárt brot á lögum um Ríkisútvarpið. Eða um valdamanninn mikla, sem á að geta sigað lögreglu á saklaust fólk og látið nauðungarvista það og pynta; sem neyðir geðlækna til að greina sjúklinga ranglega til að geta framlengt nauðungarvistun? Og getur skipað ráðuneytum fyrir verkum og jafnvel sjálfum dómsstólunum? Þetta eru grafalvarlegar ásakanir um botnlausa spillingu í ýmsum lykilstofnunum íslensks samfélags, hvorki meira né minna. Hvað dvelur hina sjálfskipuðu rannsóknarblaðamenn RÚV í að flétta með kerfisbundnum hætti ofan af þessari spillingu? Erum við stödd í Rússlandi Pútins eða í Sádí-Arabíu? Þetta er kjarni þessa máls. Þótt fjölskylduharmleikurinn sé einkamál eru aðrir þættir þessa máls, sem varða okkur öll. Það á svo sannarlega við um hlutverk fjölmiðla og samfélagsmiðla í samtímanum. Það er reginmunur á rannsóknarblaðamennsku og ofsóknarblaðamennsku. Í réttarríki ber að gera strangar kröfur til þess að dómsstólar láti ekki stjórnast af annarlegum hagsmunum, pólitískum rétttrúnaði eða tískuhreyfingum í almenningsáliti. Engum á að líðast að taka sér sjálftökurétt til að útskúfa einstaklingum úr samfélaginu á grundvelli upploginna sakargifta – án dóms og laga. Það er ekkert sem réttlætir ósannar og ærumeiðandi fullyrðingar – mannorðsmorð án dóms og laga. Þess vegna er þetta mál flutt, í trausti þess að við búum enn í réttarríki. Höfundur er fyrrv. formaður Alþýðuflokksins, flokks íslenskra jafnaðarmanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar