Viðar Örn: Bið Þórólf um að létta aðeins brúnina Gunnar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:15 Viðar Örn Hafsteinsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/ernir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt. Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti