Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 14:32 Bólusetningin gekk vel í dag, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Hér má sjá röðina sem myndaðist fyrir utan húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/vilhelm Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Bólusetningunni er rétt að ljúka núna. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og þetta nýja efni farið vel í landann,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hún segir að bóluefni AstraZeneca sé svipað í meðhöndlun og bóluefni Pfizer og Moderna sem þegar er byrjað að bólusetja með hér á landi. Helsti munurinn liggi í tímanum sem líði milli sprauta. „Það sem er öðruvísi er að næsta sprauta hjá AstraZeneca er eftir þrjá mánuði, besta vörnin kemur þá. Þannig að þessi hópur í dag verður orðinn fullbólusettur rétt fyrir sumarið,“ segir Ragnheiður. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er Moderna-bóluefnið gefið með 28 daga millibili og Pfizer-efnið minnst 21 dags millibili. Fyllt á sprauturnar.Vísir/vilhelm Þeir sem bólusettir voru í dag eru starfsmenn hjúkrunarheimila. Ragnheiður segir að fleiri skammtar frá AstraZeneca séu væntanlegir næstu vikurnar, sem áfram verði notaðir á starfsmenn hjúkrunarheimila og starfsmenn í heimahjúkrun. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins 5. febrúar. Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og alls 74 þúsund skömmtum fyrir mánaðamót mars/apríl. Bóluefnið er gefið fólki yngra en 65 ára. Þrír mánuðir verða látnir líða á milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni. Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára.Vísir/vilhelm Starfsmenn hjúkrunarheimila stilla sér upp í bólusetningarröðina.Vísir/vilhelm Þrír mánuðir líða milli sprauta af bóluefni AstraZeneca.Vísir/vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10. febrúar 2021 14:02 „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10. febrúar 2021 11:59 AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Bólusetningunni er rétt að ljúka núna. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og þetta nýja efni farið vel í landann,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hún segir að bóluefni AstraZeneca sé svipað í meðhöndlun og bóluefni Pfizer og Moderna sem þegar er byrjað að bólusetja með hér á landi. Helsti munurinn liggi í tímanum sem líði milli sprauta. „Það sem er öðruvísi er að næsta sprauta hjá AstraZeneca er eftir þrjá mánuði, besta vörnin kemur þá. Þannig að þessi hópur í dag verður orðinn fullbólusettur rétt fyrir sumarið,“ segir Ragnheiður. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er Moderna-bóluefnið gefið með 28 daga millibili og Pfizer-efnið minnst 21 dags millibili. Fyllt á sprauturnar.Vísir/vilhelm Þeir sem bólusettir voru í dag eru starfsmenn hjúkrunarheimila. Ragnheiður segir að fleiri skammtar frá AstraZeneca séu væntanlegir næstu vikurnar, sem áfram verði notaðir á starfsmenn hjúkrunarheimila og starfsmenn í heimahjúkrun. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins 5. febrúar. Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og alls 74 þúsund skömmtum fyrir mánaðamót mars/apríl. Bóluefnið er gefið fólki yngra en 65 ára. Þrír mánuðir verða látnir líða á milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni. Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára.Vísir/vilhelm Starfsmenn hjúkrunarheimila stilla sér upp í bólusetningarröðina.Vísir/vilhelm Þrír mánuðir líða milli sprauta af bóluefni AstraZeneca.Vísir/vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10. febrúar 2021 14:02 „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10. febrúar 2021 11:59 AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. 10. febrúar 2021 14:02
„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. 10. febrúar 2021 11:59
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent