Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 18:09 Donald Trump, hvatti stuðningsmenn sína til að leggja leið sína að þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn og „berjast“ fyrir framtíð Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. Þetta kemur fram í greinagerð lögmanna Trumps vegna réttarhaldanna sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar saka lögmennirnir Demókrata einnig um að varpa fram „fáránlegum“ ásökunum og um að reyna að þagga í pólitískum andstæðingi þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Lögmenn Trumps segja í greinargerð þeirra að forsetinn þáverandi hafi eingöngu verið að nýta stjórnarskrárbundin rétt sinn til málfrelsis þegar hann ítrekað sagði kosningasvindl hafa kostað sig sigur og sömuleiðis þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan Hvíta húsið þann 6. janúar. Þeir segja einnig að í ræðu sinni hafi Trump hvatt fólk til friðsamra mótmæla og því geti hann ekki borið ábyrgð á árásinni. Lögmennirnir segja sömuleiðis að öldungadeildin verði að hafna þessum „pólitísku“ réttarhöldum og segja að „hungur Demókrata í pólitískt sjónarspil ógni lýðveldinu, lýðræðinu og þeim réttindum“ sem Bandaríkjamönnum þyki svo vænt um. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að það fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Í greinargerð þeirra sem fara með málið fyrir hönd fulltrúadeildarinnar, sem birt var í síðustu viku, saka þeir Trump um að hafa „miðað hlaðinni fallbyssu“ á þingið og þá sem þar starfa, með ítrekuðum staðhæfingum um að kosningunum sem hann tapaði í nóvember hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Sjónir þeirra beinast einnig að ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að fara til þinghússins. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Samkvæmt frétt Washington Post liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig réttarhöldin munu fara fram og eiga þeir Charles E. Schumer og Mitch McConnell, leiðtogar beggja flokka í öldungadeildinni, enn í viðræðum um það. Útlit sé þó fyrir að réttarhöldin muni taka um viku, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Báðir flokkar vilji klára réttarhöldin fljótt. Demókratar vilji einbeita sér að neyðarpakka Joe Bidens, forseta, vegna faraldurs Covid-19 og Repúblikanar vilji koma í veg fyrir frekari deilur inna flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. 4. febrúar 2021 23:28 Trump ætlar ekki að bera vitni Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2021 22:49 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Þetta kemur fram í greinagerð lögmanna Trumps vegna réttarhaldanna sem hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar saka lögmennirnir Demókrata einnig um að varpa fram „fáránlegum“ ásökunum og um að reyna að þagga í pólitískum andstæðingi þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Lögmenn Trumps segja í greinargerð þeirra að forsetinn þáverandi hafi eingöngu verið að nýta stjórnarskrárbundin rétt sinn til málfrelsis þegar hann ítrekað sagði kosningasvindl hafa kostað sig sigur og sömuleiðis þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir utan Hvíta húsið þann 6. janúar. Þeir segja einnig að í ræðu sinni hafi Trump hvatt fólk til friðsamra mótmæla og því geti hann ekki borið ábyrgð á árásinni. Lögmennirnir segja sömuleiðis að öldungadeildin verði að hafna þessum „pólitísku“ réttarhöldum og segja að „hungur Demókrata í pólitískt sjónarspil ógni lýðveldinu, lýðræðinu og þeim réttindum“ sem Bandaríkjamönnum þyki svo vænt um. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að það fari ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Í greinargerð þeirra sem fara með málið fyrir hönd fulltrúadeildarinnar, sem birt var í síðustu viku, saka þeir Trump um að hafa „miðað hlaðinni fallbyssu“ á þingið og þá sem þar starfa, með ítrekuðum staðhæfingum um að kosningunum sem hann tapaði í nóvember hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Sjónir þeirra beinast einnig að ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að fara til þinghússins. Sjá einnig: „Munið þennan dag að eilífu“ Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Samkvæmt frétt Washington Post liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig réttarhöldin munu fara fram og eiga þeir Charles E. Schumer og Mitch McConnell, leiðtogar beggja flokka í öldungadeildinni, enn í viðræðum um það. Útlit sé þó fyrir að réttarhöldin muni taka um viku, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Báðir flokkar vilji klára réttarhöldin fljótt. Demókratar vilji einbeita sér að neyðarpakka Joe Bidens, forseta, vegna faraldurs Covid-19 og Repúblikanar vilji koma í veg fyrir frekari deilur inna flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11 Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. 4. febrúar 2021 23:28 Trump ætlar ekki að bera vitni Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2021 22:49 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54
Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. 5. febrúar 2021 14:11
Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. 4. febrúar 2021 23:28
Trump ætlar ekki að bera vitni Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2021 22:49
Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20