ÍR skoraði ekki í sextán mínútur gegn KA og klúðraði þrettán sóknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Ekkert gekk hjá ÍR í sókninni í seinni hálfleik gegn KA. vísir/vilhelm ÍR átti í miklum vandræðum í sókninni gegn KA í Olís-deild karla í gær. ÍR-ingar töpuðu leiknum með helmingsmun, 32-16, og skoruðu ekki í sextán mínútur í seinni hálfleik. Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sjá meira
Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sjá meira