Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:40 Cheng Lei (t.h.) hefur nú verið ákærð fyrir að hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum. Getty/David Fitzgerald Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi. Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi.
Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13