Fótbolti

Sverrir Ingi tryggði PAOK stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi fagnar marki sínu með Shinji Kagawa.
Sverrir Ingi fagnar marki sínu með Shinji Kagawa. PAOK

Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason tryggði gríska liðinu PAOK stig með marki undir lok leiks er liðið gerði 2-2 jafntefli við Apollon Smyrnis.

Amr Warda kom heimamönnum í PAOK yfir eftir rétt rúman hálftíma og Sverrir Ingi náði nældi sér í gult spjald skömmu síðar. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og PAOK leiddi með einu marki í hálfleik.

Gestirnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin með marki úr vítaspyrnu á 52. mínútu og komust svo yfir þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks. Ingi Ingason jafnaði svo metin á 88. mínútu og staðan orðin 2-2.

Þrátt fyrir að rúmum níu mínútum hafi verið bætt við tókst hvorugu liði að bæta við marki og tryggja sér sigur. Stigið lyftir PAOK upp í 2. sæti deildarinnar en enn eru 14 stig í topplið Olympiacos. AEK Athens, Aris og Panathinaikos eiga öll leik til góða á PAOK og geta farið upp fyrir Sverri og félaga í töflunni með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×