Kvikmyndagerðarmennirnir vilja fá þrjár milljónir króna frá hinum reiða föður Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2021 10:45 Guðmundur Þór Kárason hellti sér yfir þá Anton Mána og Guðmund Arnar og taldi þá hafa svikið son sinn illa. Þeir hafa nú stefnt honum fyrir meiðyrði. Fyrsta fyrirtaka í máli Antons Mána Svanssonar framleiðanda og Guðmundar Arnar Guðmundssonar leikstjóra gegn Guðmundi Þór Kárasyni verður í næstu viku. Anton Máni og Guðmundur Andri telja ekki hægt að sitja undir því að vegið sé svo harkalega starfsheiðri þeirra og æru og raun ber vitni. Guðmundi Þór er stefnt fyrir dóm vegna harðra og ófagra orða um þá Anton Mána og Guðmund Arnar; fullyrðir að þeir hafi hlunnfarið son sinn 14 ára og svikið um hlutverk kvikmynd sem þeir Anton Máni og Guðmundur Arnar gerðu. Farið er fram á að fjöldi ummæla sem höfð hafa verið eftir Guðmundi Þór verði dæmd dauð og ómerk og farið er fram á miskabætur; 1,5 á mann samtals 3 milljónir. „Eftir ítrekaðar tilraunir til sátta sáu umbjóðendur mínir sig tilneydda til að leita réttar síns vegna fjölmargra alvarlegra aðdróttana og ærumeiðandi ummæla sem stefndi viðhafði í fjölmiðlum um umbjóðendur mína síðastliðið sumar. Því miður var þetta niðurstaðan en umbjóðendur mínir geta ekki setið þegjandi undir því þegar vegið er að mannorði þeirra, æru og starfsheiðri með ósönnum staðhæfingum um störf þeirra, líkt og stefndi hefur gert,“ segir lögmaður þeirra Arnar Kormákur Friðriksson í samtali við Vísi. Vildi vara foreldra við þessum gylliboðum Guðmundur Þór er sjálfur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur haldið því fram fullum fetum að aðstandendur verðlaunamyndarinnar Hjartasteins hafi svikið 14 ára gamlan son sinn um bæði laun og hlutverk. Drengurinn hafi lagt á sig hálfs ár vinnu í undirbúningi fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni en mátt sitja eftir með sárt ennið, svikinn um hlutverkið og ekki fengið krónu greidda fyrir alla þá vinnuna sem hann lagði á sig. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda dró Guðmundur hvergi af sér og vildi vara við þessum mönnum, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar sem hann sagði vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar. Hann varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ sagði Guðmundur á sínum tíma og gaf engan afslátt á því hverskonar hroki, fláræði og yfirgangur einkenndi þessa menn. Vildu skriflega yfirlýsingu um að ummælin væru röng Anton Máni sagði allt þetta algerlega úr lausu lofti gripið; drengurinn hafi fengið greitt fyrir sína vinnu og alltaf hafi legið fyrir að enginn gæti gengið að hlutverki í myndinni vísu. Gunnar Ingi, lögmaður Guðmundar Þórs Kárasonar, segir að fyrir hafi legið kröfur, mennirnir vildu skriflega yfirlýsingu um að hann hafi ekki mátt segja það sem hann sagði. En Guðmundur Þór telji sig einfaldlega hafa frelsi til að tjá sig um málið. Fjölmiðlaumfjöllun hafi verið nokkur, eðlilega því þarna er um að ræða kvikmynd sem gerð var fyrir hundruði milljóna af almannafé og hvernig staðið er að slíku verkefni hljóti að eiga erindi við almenning. Kvikmyndagerð á Íslandi Dómsmál Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Guðmundi Þór er stefnt fyrir dóm vegna harðra og ófagra orða um þá Anton Mána og Guðmund Arnar; fullyrðir að þeir hafi hlunnfarið son sinn 14 ára og svikið um hlutverk kvikmynd sem þeir Anton Máni og Guðmundur Arnar gerðu. Farið er fram á að fjöldi ummæla sem höfð hafa verið eftir Guðmundi Þór verði dæmd dauð og ómerk og farið er fram á miskabætur; 1,5 á mann samtals 3 milljónir. „Eftir ítrekaðar tilraunir til sátta sáu umbjóðendur mínir sig tilneydda til að leita réttar síns vegna fjölmargra alvarlegra aðdróttana og ærumeiðandi ummæla sem stefndi viðhafði í fjölmiðlum um umbjóðendur mína síðastliðið sumar. Því miður var þetta niðurstaðan en umbjóðendur mínir geta ekki setið þegjandi undir því þegar vegið er að mannorði þeirra, æru og starfsheiðri með ósönnum staðhæfingum um störf þeirra, líkt og stefndi hefur gert,“ segir lögmaður þeirra Arnar Kormákur Friðriksson í samtali við Vísi. Vildi vara foreldra við þessum gylliboðum Guðmundur Þór er sjálfur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur haldið því fram fullum fetum að aðstandendur verðlaunamyndarinnar Hjartasteins hafi svikið 14 ára gamlan son sinn um bæði laun og hlutverk. Drengurinn hafi lagt á sig hálfs ár vinnu í undirbúningi fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni en mátt sitja eftir með sárt ennið, svikinn um hlutverkið og ekki fengið krónu greidda fyrir alla þá vinnuna sem hann lagði á sig. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda dró Guðmundur hvergi af sér og vildi vara við þessum mönnum, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar sem hann sagði vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar. Hann varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ sagði Guðmundur á sínum tíma og gaf engan afslátt á því hverskonar hroki, fláræði og yfirgangur einkenndi þessa menn. Vildu skriflega yfirlýsingu um að ummælin væru röng Anton Máni sagði allt þetta algerlega úr lausu lofti gripið; drengurinn hafi fengið greitt fyrir sína vinnu og alltaf hafi legið fyrir að enginn gæti gengið að hlutverki í myndinni vísu. Gunnar Ingi, lögmaður Guðmundar Þórs Kárasonar, segir að fyrir hafi legið kröfur, mennirnir vildu skriflega yfirlýsingu um að hann hafi ekki mátt segja það sem hann sagði. En Guðmundur Þór telji sig einfaldlega hafa frelsi til að tjá sig um málið. Fjölmiðlaumfjöllun hafi verið nokkur, eðlilega því þarna er um að ræða kvikmynd sem gerð var fyrir hundruði milljóna af almannafé og hvernig staðið er að slíku verkefni hljóti að eiga erindi við almenning.
Kvikmyndagerð á Íslandi Dómsmál Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira