Tyrkir ósáttir við gagnrýni vegna mótmæla stúdenta, sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 14:20 Frá mótmælum í Tyrklandi í vikunni. EPA-EFE/SEDAT SUNA Utanríkisráðuneyti Tyrklands gefur lítið fyrir alþjóðlega gagnrýni á það hvernig tekið hefur verið á ungum mótmælendum þar í landi á undanförnum mánuði. Stúdentar, kennarar og annað ungt fólk hafa haldið mótmæli vegna skipunar nýs rektors eins stærsta háskóla landsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi. Tyrkland Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi.
Tyrkland Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira