Kæri frambjóðandi! Ragnar Þór Pétursson skrifar 4. febrúar 2021 11:00 Nú styttist í kosningar og þá fara þau sem ganga með þingmanninn í maganum að setja sig í stellingar. Að mínu mati geta þau tæplega átt erindi í stýrishús lýðræðisins við Austurvöll sem ekki hafa skoðun – eða hafa að minnsta kosti ígrundað menntamál. Þess vegna skora ég á þig, kæri frambjóðandi, að setjast niður með sjálfum þér og hugsa örlítið um þau mál. Ég skal gefa þér nokkrar spurningar til að byrja á: 1. Hvert er hlutverk menntakerfisins? Í stóra samhenginu ríkir tiltölulega mikil sátt um megintilgang menntakerfisins á Íslandi. Við erum heppin að sækja samfélagsgerð okkar að nokkru leyti til framsækinna lýðræðisþjóða. Þess vegna, kæri frambjóðandi, veljum við líka fólk eins og þig til að stýra landinu en treystum ekki á stjórnarfar ofríkis. Skólinn hefur það hlutverk að hjálpa mannlífinu í landinu að blómstra. Ólík sjónarmið eru uppi um það með hvaða hætti það verður best gert en hér hjálpar að þú, sem hyggst gefa kost á þér til stjórnmálaþátttöku, veist að meginhlutverk þessa tveggja kerfa, menntakerfisins og stjórnmálanna, er hið sama. Með því að leggja hugmyndir þínar og annarra um menntamál á þessa vogarskál getur þú vandað og eflt hugsun þína og orðið að meira gagni. 2. Hvernig viðheld ég víðsýninni? Líf þingmanna er ekki dans á rósum. Þeim er ætlað að sýna eigin sannfæringu fullan trúnað en þurfa um leið að gera málamiðlanir. Þeir búa við samfélagsumræðu sem getur verið bæði óvægin og ósanngjörn og sæta oft gagnrýni eða jafnvel aðkasti vegna starfa sinna. Um þingmenn eru gjarnan felldir dómar út frá mjög takmörkuðum forsendum. Það er örugglega ekki auðvelt að viðhalda víðsýni við slíkar aðstæður. Þá er takmörkuð þolinmæði fyrir flóknum málum og töluverð eftirspurn eftir einföldunum. Þetta nefni ég því menntamál eru snúin eins og önnur mál sem lúta að kerfum utan um flóknasta viðfangsefni veraldar, mannshugann. Menntakerfið snýst um verðug viðfangsefni og krefjandi áskoranir. Þótt kjósendur hafi ekki endilega þolinmæði fyrir því að þú nálgist menntamál og umræðu um þau af þeirri aðgæslu og víðsýni sem viðfangsefnið krefst hvet ég þig til þess að láta ekki hugsun þína eða tjáningu um menntamál líða fyrir það. Forðastu alhæfingar, skyndilausnir og tilraunir til að smætta menntamál niður í einföld viðfangsefni. 3. Við hvern á ég að tala? Þrátt fyrir hugmyndir margra um annað er menntakerfið fullt af fólki sem vill gera betur, taka þátt í þróun og vinna með öðru fólki að umbótum. Á það við um nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Nálgastu þetta fólk og talaðu við það. Reyndu að vera upplýst og umbótamiðað afl í íslensku samfélagi. Hér skiptir ekki máli hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort þú kemst inn á þing. Menntakerfið kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Ræddu við börnin þín eða önnur skyldmenni sem stunda nám. Talaðu við kennara og aflaðu þér innsýnar í heim þeirra. Þú munt hvergi koma að tómum kofanum leitir þú í einlægni eftir samtali og samvinnu um menntamál. Ef þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér, hafðu þá samband, ég skal greiða götu þína. Hvað sem þú gerir, ekki mynda þér afstöðu til menntamála í tómarúmi. 4. Hver eru brýnustu verkefnin? Kæri frambjóðandi, það er metnaðarfullt að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa á tímum sem þessum. Takk fyrir það! Miklir óvissutímar standa yfir og samfélag okkar hefur, eins og önnur samfélög, tekið á sig þung högg. Mig langar vinsamlegast að benda þér á nokkur atriði sem ég held að sé mikilvægt fyrir þig að vita. Í fyrsta lagi þetta: Erfiðleikarnir vegna heimsfaraldurs afhjúpuðu styrkleika í íslensku menntakerfi sem mikilvægt er að virða og varðveita. Gríðarlega öflug starfsþróun og aðlögunarhæfni er í kerfinu, óháð aldri nemenda og námsviðfangi. Hins vegar er námsval í íslensku samfélagi of einsleitt og mikilvægt er að auka veg og virðingu alls náms og leggja list- og verknám að jöfnu við hefðbundið bóknám. Þá þarf menntakerfið að draga dám af þeim nútíma og þeirri framtíð sem nemendur lifa og hrærast í. Afar brýnt er að fylgjast náið með ólíkum hópum í samfélaginu til að tryggja að námið stuðli í raun og veru að þroska og framförum. Hér skiptir máli að huga m.a. að félagslegri stöðu, aldri, kynferði og uppruna (ekki falla í þá gryfju að hafa aðeins áhuga á einu af þessu). Loks þarftu að vita að íslenskt menntakerfi er enn í gjörgæslu þegar kemur að sjálfbærni. Kennaraskortur eru raunverulegur og alvarlegur. Hann er á öllum skólastigum. Síðustu ár hefur að nokkru leyti tekist að snúa að hægja á eða snúa við þeirri alvarlegu þróun sem einkenndi Ísland of lengi og ánægjulegt er hve aðsókn í kennaranám hefur aukist á síðustu misserum. Það verður krefjandi að koma í veg fyrir bakslag í þeim efnum. Það verður hins vegar að takast og tekst vonandi ef við ákveðum öll að tækla þetta grundvallarmál, menntunina, af sameiginlegri ábyrgð. Gangi þér vel! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og þá fara þau sem ganga með þingmanninn í maganum að setja sig í stellingar. Að mínu mati geta þau tæplega átt erindi í stýrishús lýðræðisins við Austurvöll sem ekki hafa skoðun – eða hafa að minnsta kosti ígrundað menntamál. Þess vegna skora ég á þig, kæri frambjóðandi, að setjast niður með sjálfum þér og hugsa örlítið um þau mál. Ég skal gefa þér nokkrar spurningar til að byrja á: 1. Hvert er hlutverk menntakerfisins? Í stóra samhenginu ríkir tiltölulega mikil sátt um megintilgang menntakerfisins á Íslandi. Við erum heppin að sækja samfélagsgerð okkar að nokkru leyti til framsækinna lýðræðisþjóða. Þess vegna, kæri frambjóðandi, veljum við líka fólk eins og þig til að stýra landinu en treystum ekki á stjórnarfar ofríkis. Skólinn hefur það hlutverk að hjálpa mannlífinu í landinu að blómstra. Ólík sjónarmið eru uppi um það með hvaða hætti það verður best gert en hér hjálpar að þú, sem hyggst gefa kost á þér til stjórnmálaþátttöku, veist að meginhlutverk þessa tveggja kerfa, menntakerfisins og stjórnmálanna, er hið sama. Með því að leggja hugmyndir þínar og annarra um menntamál á þessa vogarskál getur þú vandað og eflt hugsun þína og orðið að meira gagni. 2. Hvernig viðheld ég víðsýninni? Líf þingmanna er ekki dans á rósum. Þeim er ætlað að sýna eigin sannfæringu fullan trúnað en þurfa um leið að gera málamiðlanir. Þeir búa við samfélagsumræðu sem getur verið bæði óvægin og ósanngjörn og sæta oft gagnrýni eða jafnvel aðkasti vegna starfa sinna. Um þingmenn eru gjarnan felldir dómar út frá mjög takmörkuðum forsendum. Það er örugglega ekki auðvelt að viðhalda víðsýni við slíkar aðstæður. Þá er takmörkuð þolinmæði fyrir flóknum málum og töluverð eftirspurn eftir einföldunum. Þetta nefni ég því menntamál eru snúin eins og önnur mál sem lúta að kerfum utan um flóknasta viðfangsefni veraldar, mannshugann. Menntakerfið snýst um verðug viðfangsefni og krefjandi áskoranir. Þótt kjósendur hafi ekki endilega þolinmæði fyrir því að þú nálgist menntamál og umræðu um þau af þeirri aðgæslu og víðsýni sem viðfangsefnið krefst hvet ég þig til þess að láta ekki hugsun þína eða tjáningu um menntamál líða fyrir það. Forðastu alhæfingar, skyndilausnir og tilraunir til að smætta menntamál niður í einföld viðfangsefni. 3. Við hvern á ég að tala? Þrátt fyrir hugmyndir margra um annað er menntakerfið fullt af fólki sem vill gera betur, taka þátt í þróun og vinna með öðru fólki að umbótum. Á það við um nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Nálgastu þetta fólk og talaðu við það. Reyndu að vera upplýst og umbótamiðað afl í íslensku samfélagi. Hér skiptir ekki máli hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort þú kemst inn á þing. Menntakerfið kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Ræddu við börnin þín eða önnur skyldmenni sem stunda nám. Talaðu við kennara og aflaðu þér innsýnar í heim þeirra. Þú munt hvergi koma að tómum kofanum leitir þú í einlægni eftir samtali og samvinnu um menntamál. Ef þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér, hafðu þá samband, ég skal greiða götu þína. Hvað sem þú gerir, ekki mynda þér afstöðu til menntamála í tómarúmi. 4. Hver eru brýnustu verkefnin? Kæri frambjóðandi, það er metnaðarfullt að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa á tímum sem þessum. Takk fyrir það! Miklir óvissutímar standa yfir og samfélag okkar hefur, eins og önnur samfélög, tekið á sig þung högg. Mig langar vinsamlegast að benda þér á nokkur atriði sem ég held að sé mikilvægt fyrir þig að vita. Í fyrsta lagi þetta: Erfiðleikarnir vegna heimsfaraldurs afhjúpuðu styrkleika í íslensku menntakerfi sem mikilvægt er að virða og varðveita. Gríðarlega öflug starfsþróun og aðlögunarhæfni er í kerfinu, óháð aldri nemenda og námsviðfangi. Hins vegar er námsval í íslensku samfélagi of einsleitt og mikilvægt er að auka veg og virðingu alls náms og leggja list- og verknám að jöfnu við hefðbundið bóknám. Þá þarf menntakerfið að draga dám af þeim nútíma og þeirri framtíð sem nemendur lifa og hrærast í. Afar brýnt er að fylgjast náið með ólíkum hópum í samfélaginu til að tryggja að námið stuðli í raun og veru að þroska og framförum. Hér skiptir máli að huga m.a. að félagslegri stöðu, aldri, kynferði og uppruna (ekki falla í þá gryfju að hafa aðeins áhuga á einu af þessu). Loks þarftu að vita að íslenskt menntakerfi er enn í gjörgæslu þegar kemur að sjálfbærni. Kennaraskortur eru raunverulegur og alvarlegur. Hann er á öllum skólastigum. Síðustu ár hefur að nokkru leyti tekist að snúa að hægja á eða snúa við þeirri alvarlegu þróun sem einkenndi Ísland of lengi og ánægjulegt er hve aðsókn í kennaranám hefur aukist á síðustu misserum. Það verður krefjandi að koma í veg fyrir bakslag í þeim efnum. Það verður hins vegar að takast og tekst vonandi ef við ákveðum öll að tækla þetta grundvallarmál, menntunina, af sameiginlegri ábyrgð. Gangi þér vel! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun