Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. nóvember 2024 07:15 Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Mörg tækifæri hafa farið forgörðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Það varð okkur landsmönnum til happs að ríkisstjórnin sprakk og náði ekki að klára öll áform sín. Eitt af þeim var áætlun um að klára einkavæðingu Íslandsbanka. Ferli sem hefur gengið upp og ofan. En fyrir vikið gefst tækifæri til að hrinda í framkvæmd áformum Miðflokksins frá því fyrir kosningar 2021 og, í annarri mynd, 2017. Sú áætlun átti að vera framhald þess þegar ríkisstjórn áranna 2013-2016 tók yfir fjármálakerfið að miklu leyti, í nafni þess að það væri nauðsynlegt fyrir samfélagið. Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild. Það er tímabært að stjórnvöld treysti fólki fyrir eigin eignum. Þar með verða allir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn. Svo ráðstafar fólk eign sinni eins og það telur best. Engin álitamál, ekkert vesen. Stór aðgerð? Já. En slíkt hefur verið framkvæmt áður. Á sínum tíma tók Ríkisskattstjóri (nú Skatturinn) að sér að framkvæma aðgerð sem kölluð var „Leiðréttingin”. Þar var ráðist í leiðréttingu fasteignalána með jafnræði sem meginmarkmið. Það gerðist vegna þess að ég var búinn að lofa því og það gekk eins og í sögu, mjög góðri sögu. Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu. Það er e.t.v. ekki mjög há upphæð að mati sumra en upphæð sem skiptir máli út frá réttlæti og því að gefa fólki tækifæri til að mynda eign sem það ákveður sjálft hvernig það fer með. Loksins fær fólk tækifæri til að fara sjálft með eigin eign án þess að þurfa að reiða sig á visku stjórnmálamanna. Fólk getur ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, greiða inn á húsnæðislán eða hvað sem hver og einn telur rétt fyrir sig. Eflaust vakna einhverjar spurningar en svör fást á glænýrri heimasíðu Miðflokksins sem heitir eftir sem áður midflokkurinn.is. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun