Körfubolti

Sportið í dag: Böddi er ekkert í þessu til að eignast vini eða lenda í 2. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar eru í 7. sæti Domino's deildarinnar.
KR-ingar eru í 7. sæti Domino's deildarinnar. vísir/vilhelm

Þrátt fyrir að KR-ingar séu í hálfgerðu millibilsástandi stefna þeir á Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þetta segir Henry Birgir Gunnarsson.

KR hefur orðið Íslandsmeistari sex sinnum í röð en miklar breytingar urðu á liðinu í sumar. Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson fóru meðal annars til Vals og þá urðu þjálfaraskipti hjá KR, Darri Freyr Atlason tók við liðinu af Inga Þór Steinþórssyni.

KR hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu og er í 7. sæti Domino's deildarinnar með átta stig.

Strákarnir í Sportinu í dag ræddu um lið KR í þætti gærdagsins og hvaða væntingar væru gerðar til þess.

„Stuðningsmenn KR eru rosa sáttir að sjá fleiri unga KR-inga, næstu kynslóð koma inn, arftaka Jóns og félaga,“ sagði Henry Birgir. 

„Svo hinum megin ertu með Böðvar Guðjónsson [formann körfuknattleiksdeildar KR] sem er eflaust kátur með það. En Böddi er ekkert í þessu til að eignast vini eða 2. sæti. Hann mun örugglega gera allt sem hann getur, bæta og styrkja liðið. KR er bara titill. Þeir eru bara í þessu til að vinna titla.“

KR á erfiða leiki fyrir höndum en þrír síðustu leikir liðsins fyrir landsleikjahléið eru gegn Keflavík, Grindavík og Stjörnunni.

Næsti leikur KR er gegn Keflavík í DHL-höllinni á föstudagskvöldið.



Tengdar fréttir

Segja Hauka líta verst út

Haukar eru með slakasta lið Domino's deildar karla um þessar mundir. Þetta segja strákarnir í Sportinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×