Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2021 13:37 Fyrir dómi viðurkenndi Leimontas að hafa slegið látna utan undir, „þar sem hann hefði verið ósáttur við að hann hefði viljað hlusta á tónlist frá Afganistan.“ Vísir/Vilhelm Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. Arturas Leimontas var á föstudag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið manninum að bana en þeir voru kunningjar; báðir frá Litháen og á sextugsaldri. Í dóminum er sú atburðarás talin líklegri en önnur að látna hafi verið velt yfir svalahandrið og kastað. Atvik voru með þeim hætti að Leimontas og fjórir aðrir höfðu verið við drykkju í umræddri íbúð frá föstudegi til sunnudags. Á sunnudeginum slóst brotaþoli í hópinn. Sama dag barst lögreglu tilkynning um að maður hefði fallið fram af svölum íbúðar á þriðju hæð en þegar lögregla mætti á vettvang lá maðurinn á bakinu og blóðpollur um höfuð hans. Maðurinn var meðvitundarlaus, með púls en andaði ekki. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en úrskurðaður látinn fljótlega eftir komuna. Var margsaga um málsatvik Lögreglu grunaði fljótt að dauðsfallið hefði borið að með voveiflegum hætti og braut sér leið inn í íbúðina þegar ekki var svarað. Leimontas var handtekinn fyrir utan en fjórir í íbúðinni. Samkvæmt lögreglu var Leimontas nokkuð erfiður viðureignar en hann sagðist hafa verið að halda upp á fimmtugsafmælið sitt og vildi fá skýringu á því hvers vegna lögregla hefði eyðilagt fögnuðinn. Við fyrstu yfirheyrslu sagði hann hinn látna hafa fleygt sér fram af svölunum þegar báðir stóðu úti en hann varð seinna margsaga um hvað hefði átt sér stað, til dæmis um það hvort hann hefði farið einn út að reykja eða með hinum látna. Þá sagðist hann síðar hafa vikið sér undan til að kveikja í sígarettu og ekki tekið eftir því hvað hafði orðið um félaga sinn. Þrír mannanna sem inni voru virðast hafa verið sofandi þegar atvikið átti sér stað en sá fjórði sagðist hafa séð koma til rifrildis og átaka milli Leimontas og látna skömmu áður en þeir fóru út á svalir. Eftir það hefði fyrrnefndi komið inn en hinn ekki verið sjáanlegur. Hverfandi líkur á falli af sjálfsdáðun Við rannsókn kom í ljós að látni hefði legið 3,31 metra lárétt frá brún svalanna en hæð frá svalahandriði niður á stétt var 6,96 metrar. Vettvangurinn var sviðsettur og prófessor í vélaverkfræði fenginn til að gera greiningu á falli látna fram af svölunum. Þá var verkfræðingur dómkvaddur til að gera hreyfifræðilega greiningu á fallinu. Vélaverkfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að útilokað væri að látni hefði oltið eða fallið yfir svalahandriðið fyrir slysni, meðal annars vegna þess hversu hátt það væri. Þá væri ólíklegt að hann hefði stokkið fram af svölunum. Sviðsetningar sýndu hins vegar að maður sambærilegur í vexti og Leimontas hefði getað kastað honum fram af svölunum. Verkfræðingurinn sagði afar ósennilegt að látni hefði oltið fram af svölunum „án utanaðkomandi krafts“, enda hefði hann þá lent nær svölunum. Ekki væri hægt að útiloka að hann hefði sjálfur farið fram af en það talið ólíklegt. Sýknaður af öðru ofbeldi gegn látna Leimontas sagðist fyrir dómi ekki vita hvernig fall hins látna hefði komið til en sagði þá hafa rætt um að hafa lært að stökkva úr mikilli hæð þegar þeir gegndu herskyldu í sovéska hernum í kringum 1990. Réttarmeinafræðingar komust að þeirri niðurstöðu að áverki hægra megin á höfði hins látna hefði ekki getað komið til við það að falla á sléttan flöt. Hann hefði líklega orðið til með einhvers konar hlut en ekkert líklegt fannst á svölunum. Þar var hins vegar að finna blóð úr látna. „Verður því ekki fullyrt að ákærði hafi slegið brotaþola með þungu áhaldi, en ekki er útilokað að brotaþoli hafi lent utan í einhverju, svo sem hurðarhúni eða gaskút, í átökum. Áverkar á höfði og andliti brotaþola benda jafnframt til þess að um fleiri ákomur sé að ræða, t.d. eftir átök, en þeir áverkar eru dæmigerðir fyrir högg eða spörk og verða ekki skýrðir með fallinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Þar segir einnig að ýmiss konar misræmi hafi gætt í framburði Leimontas og ekkert hafið komið fram í málinu sem bendi til þess að einhver annar en hann geti hafað verið að verki. Leimontas var sýknaður af því að hafa slegið látna hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi, þar sem ekki þótti sannað að hann hefði veitt látna áverka með þeim hætti. Hann var hins vegar fundinn sekur um að hafa verið valdur að dauða látna. „Erfitt er að fullyrða hvað ákærða gekk til með athæfi sínu og er ekki hægt að byggja á öðru en að ásetningur hafi ekki myndast fyrr en við atvikið sjálft,“ segir í dóminum. Hann ætti sér engar málsbætur og hæfileg refsing væri fangelsi í sextán ár. RÚV greindi frá því að dóminum yrði áfrýjað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Arturas Leimontas var á föstudag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið manninum að bana en þeir voru kunningjar; báðir frá Litháen og á sextugsaldri. Í dóminum er sú atburðarás talin líklegri en önnur að látna hafi verið velt yfir svalahandrið og kastað. Atvik voru með þeim hætti að Leimontas og fjórir aðrir höfðu verið við drykkju í umræddri íbúð frá föstudegi til sunnudags. Á sunnudeginum slóst brotaþoli í hópinn. Sama dag barst lögreglu tilkynning um að maður hefði fallið fram af svölum íbúðar á þriðju hæð en þegar lögregla mætti á vettvang lá maðurinn á bakinu og blóðpollur um höfuð hans. Maðurinn var meðvitundarlaus, með púls en andaði ekki. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en úrskurðaður látinn fljótlega eftir komuna. Var margsaga um málsatvik Lögreglu grunaði fljótt að dauðsfallið hefði borið að með voveiflegum hætti og braut sér leið inn í íbúðina þegar ekki var svarað. Leimontas var handtekinn fyrir utan en fjórir í íbúðinni. Samkvæmt lögreglu var Leimontas nokkuð erfiður viðureignar en hann sagðist hafa verið að halda upp á fimmtugsafmælið sitt og vildi fá skýringu á því hvers vegna lögregla hefði eyðilagt fögnuðinn. Við fyrstu yfirheyrslu sagði hann hinn látna hafa fleygt sér fram af svölunum þegar báðir stóðu úti en hann varð seinna margsaga um hvað hefði átt sér stað, til dæmis um það hvort hann hefði farið einn út að reykja eða með hinum látna. Þá sagðist hann síðar hafa vikið sér undan til að kveikja í sígarettu og ekki tekið eftir því hvað hafði orðið um félaga sinn. Þrír mannanna sem inni voru virðast hafa verið sofandi þegar atvikið átti sér stað en sá fjórði sagðist hafa séð koma til rifrildis og átaka milli Leimontas og látna skömmu áður en þeir fóru út á svalir. Eftir það hefði fyrrnefndi komið inn en hinn ekki verið sjáanlegur. Hverfandi líkur á falli af sjálfsdáðun Við rannsókn kom í ljós að látni hefði legið 3,31 metra lárétt frá brún svalanna en hæð frá svalahandriði niður á stétt var 6,96 metrar. Vettvangurinn var sviðsettur og prófessor í vélaverkfræði fenginn til að gera greiningu á falli látna fram af svölunum. Þá var verkfræðingur dómkvaddur til að gera hreyfifræðilega greiningu á fallinu. Vélaverkfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að útilokað væri að látni hefði oltið eða fallið yfir svalahandriðið fyrir slysni, meðal annars vegna þess hversu hátt það væri. Þá væri ólíklegt að hann hefði stokkið fram af svölunum. Sviðsetningar sýndu hins vegar að maður sambærilegur í vexti og Leimontas hefði getað kastað honum fram af svölunum. Verkfræðingurinn sagði afar ósennilegt að látni hefði oltið fram af svölunum „án utanaðkomandi krafts“, enda hefði hann þá lent nær svölunum. Ekki væri hægt að útiloka að hann hefði sjálfur farið fram af en það talið ólíklegt. Sýknaður af öðru ofbeldi gegn látna Leimontas sagðist fyrir dómi ekki vita hvernig fall hins látna hefði komið til en sagði þá hafa rætt um að hafa lært að stökkva úr mikilli hæð þegar þeir gegndu herskyldu í sovéska hernum í kringum 1990. Réttarmeinafræðingar komust að þeirri niðurstöðu að áverki hægra megin á höfði hins látna hefði ekki getað komið til við það að falla á sléttan flöt. Hann hefði líklega orðið til með einhvers konar hlut en ekkert líklegt fannst á svölunum. Þar var hins vegar að finna blóð úr látna. „Verður því ekki fullyrt að ákærði hafi slegið brotaþola með þungu áhaldi, en ekki er útilokað að brotaþoli hafi lent utan í einhverju, svo sem hurðarhúni eða gaskút, í átökum. Áverkar á höfði og andliti brotaþola benda jafnframt til þess að um fleiri ákomur sé að ræða, t.d. eftir átök, en þeir áverkar eru dæmigerðir fyrir högg eða spörk og verða ekki skýrðir með fallinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Þar segir einnig að ýmiss konar misræmi hafi gætt í framburði Leimontas og ekkert hafið komið fram í málinu sem bendi til þess að einhver annar en hann geti hafað verið að verki. Leimontas var sýknaður af því að hafa slegið látna hnefahöggum og sparkað í líkama hans og höfuð auk þess að slá hann þungu höggi í höfuðið með óþekktu áhaldi, þar sem ekki þótti sannað að hann hefði veitt látna áverka með þeim hætti. Hann var hins vegar fundinn sekur um að hafa verið valdur að dauða látna. „Erfitt er að fullyrða hvað ákærða gekk til með athæfi sínu og er ekki hægt að byggja á öðru en að ásetningur hafi ekki myndast fyrr en við atvikið sjálft,“ segir í dóminum. Hann ætti sér engar málsbætur og hæfileg refsing væri fangelsi í sextán ár. RÚV greindi frá því að dóminum yrði áfrýjað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30