„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:44 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, grínast með að umhverfis- og samgöngunefnd væri að stela málinu sínu. Hún hefur áður lagt fram þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. vísir/Vilhelm Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor. Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor.
Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira