Herinn fer enn á ný með völdin í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Min Aung Hlaing sést hér til hægri. Hann hefur nú tekið völdin í Mjanmar og sett Aung San Suu Kyi, til vinstri, í stofufangelsi. AP/Aung Shine Oo Mjanmarski herinn tók völdin í landinu í nótt og setti leiðtoga ríkisins í stofufangelsi. Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP. Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP.
Mjanmar Róhingjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira