Fótbolti

Stoð­sending frá Ara og Sverrir hélt hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ari Freyr með fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu.
Ari Freyr með fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu. Soccrates/Getty Images

Ari Freyr Skúlason lagði upp mark Oostende er liðið tapaði 2-1 fyrir Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Markið kom á fjórtándu mínútu en heimamenn í Waregem náðu að jafna fyrir hlé. Sigurmarkið kom svo á 66. mínútu.

Ari Freyr var tekinn af velli á 86. mínútu en Oostende er í áttunda sæti deildarinnar með 36 stig.

PAOK vann 5-0 sigur á Panetolikos í Grikklandi. Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í törn PAOK sem er í fjórða sætinu.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 3-0 fyrir Ajax í hollenska boltanum.

Albert lék fyrstu 64 mínúturnar. AZ er í fimmta sæti deildarinnar en Ajax á toppnum með sjö stiga forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×