Fótbolti

Neita því að hafa lekið samningi Messis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi hefur þénað ágætlega hjá Barcelona.
Messi hefur þénað ágætlega hjá Barcelona. AP Photo/Miguel Morenatti

Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi.

Mundo Deportivo skrifaði að þeir hefðu fengið upplýsingar um samning Messi en samkvæmt þeirra tölum hefur Messi þénað 555.237.619 evrur frá árinu 2017 og þangað til í sumar, er samningurinn rennur út.

Þessar fréttir koma er Barcelona berst við mikla fjárhagslega erfiðleika og skulda þeir mikla peninga. Messi sjálfur er sagður ósáttur með birtinguna og er talinn ætla að kæra blaðið fyrir að deila persónulegum upplýsingum.

Messi fær stuðning félagsins Barcelona því þeir segja að þetta sé ekki í boði og að þeir munu ákæra Mundo Deportivo fyrir þetta athæfi.

Á sama tíma segja þeir að félagið hafi ekkert með það að gera að félagið hafi lekið þessi út, ef einhverjir halda það. Samningur Messi við Barcelona rennur út í sumar eins og áður segir en mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Messis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×