Safnað fyrir nýjum líkbíl á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2021 12:40 Núverandi líkbíll á Sauðárkróki, sem verður skipt út fyrir nýjan líkbíl þegar átt til tíu milljónum króna hefur verið safnað. Þeir sem vilja hugsanlega leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmerið og kennitalan eftirfarandi: 0310-22-001029. Kt:. 560269-7659. Aðsend Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju safnar nú peningum fyrir nýjum líkbíl en núverandi bíll, sem er rétt um fjörutíu ára er orðinn lúinn og lélegur. Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend
Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira