Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 16:05 Virði hlutabréfa GameStop hefur hækkað um rúm þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. AP/Nam Y. Huh Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street. Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs. Bandaríkin Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs.
Bandaríkin Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira