Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Andri Már Eggertsson skrifar 27. janúar 2021 22:04 Úr leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. Þær unnu að lokum 88-78 sigur í kvöld. Seinasti leikur hjá liðunum fyrir landsleikja hlé fór fram á Origo vellinum. Liðin mættust í fyrstu umferð þar sem Breiðablik vann á gólfinu en tapaði leiknum á ólöglegum leikmanni. Þórdís Jóna setti tóninn í liði Blika strax í upphafi leiks með góðri þriggja stiga körfu. Það sást langar leiðir að Blika stelpur voru búnar að gíra sig vel inn í leikinn því þær tóku frumkvæðið og spiluðu frábærlega. Sóknarleikur Vals var mjög staður í fyrsta fjórðung, þær komust oft nálægt körfunni sem á að vera auðveld færi fyrir reynda leikmenn eins og Hildi og Helenu en bæði þær og aðrar voru ekki að finna leið til að koma boltanum ofan í körfuna og mátti oft þakka þéttri vörn Blika sem gaf ekkert eftir. Sigrún með boltann en Isabella verst henni.vísr/vilhelm Breiðablik byrjaði annan leikhluta líkt og þær enduðu þann fyrsta en það var síðan ákveðin kaflaskil þegar tæplega þrjár og hálf mínúta var eftir. Valur spilaði þá frábæra vörn þar sem þær bæði pressuðu hátt á völlinn og spiluðu þétt á hálfum velli. Sóknarlega gekk allt upp Vals megin og mátti sjá flott tilþrif þegar Helena réðst á körfuna og gaf aftur fyrir bak sendingu á Hildi sem setti niður sniðskot og fékk víti að auki. Hildur endaði síðan á að skorar síðustu fimm stig leiksins og munurinn aðeins fimm stig þegar haldið var til búningsklefa. Breiðablik kom af krafti inn í seinni hálfleikinn þar sem þær hittu mjög vel og tóku tíu stiga forystu, Ísabella Ósk var allt í öllu í liði Blika í því áhlaupi bæði varnar og sóknarlega. Valur sýndu úr hverju þær eru gerðar undir lok þriðja leikhlutar og í upphafi síðasta fjórðungs þar sem þær jöfnuðu leikinn strax í upphafi fjórða leikhluta. Þá tók við frábær kafli hjá Vals liðinu þar sem þær voru með öll völd á vellinum bæði sóknar og varnarlega sem endaði með 13 - 0 á hlaupi þar sem Valur var kominn með níu stiga forskot eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Þetta var of mikil munur fyrir Blika stelpurnar og vann Valur leikinn 88 - 78. Þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik náðu Blikar ekki að fylgja því eftir.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Þó Valur byrji ekki alltaf leikina sína vel eru þær með leikmenn innanborðs sem þekkja það að vinna körfubolta leiki betur en flestar. Það var lítill skjálfti í liði Vals heldur breyttu þær aðeins um áherslur varnarlega fóru að pressa Blika stelpurnar hátt upp á völlinn sem og þétta vörnina á hálfum velli sem stoppaði góðan sóknarleik Blika. Hverjar stóðu upp úr? Dagbjört Dögg átti skínandi leik í kvöld. Dagbjört kom inná af bekknum og setti mikilvæg skot niður sem endaði sem mikill vendipunktur í leiknum. Dagbjört gerði 21 stig og tók 6 fráköst. Hildur Björg hafði hægt um sig til að byrja með en kom síðan vel inn í leikinn þegar mest á reyndi og gerði hún 20 stig. Það voru margir ljósir punktar í liði Blika. Ísabella Ósk er ein af þeim, hún var góð á báðum endum vallarins og þá sérstaklega varnarlega þar sem hún verndaði körfuna mjög vel. Ísabella var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 10 stig og tók 10 fráköst. Hvað gekk illa? Til að byrja með átti Valur í miklum erfiðleikum með að setja auðveldu skotin niður, þær klikkuðu á mörgum sniðskotum jafnt sem stuttum tvistum. Breiðablik lenti oft í erfiðleikum með að stíga sterkar Vals stelpur út sem gerði það að verkum að þær tóku mörg sóknarfráköst eða 15 talsins. Hvað gerist næst? Eftir að liðin hafa leikið fimm leiki í janúar mánuði verður gert hlé á deildinni sökum verkefni hjá A landsliði kvenna. Bæði Valur og Breiðablik leika næst 14. Febrúar. Valur mætir KR á útivelli klukkan 16:00. Á sama tíma heimsækir Breiðablik Fjölni í Dalhús. Dagbjört Dögg með boltann í leiknum í kvöld. Hún átti skínandi góðan leik.vísir/vilhelm Dagbjört Dögg: Ræddum það í hálfleik að rífa okkur í gang „Þetta var góður sigur. Við ætluðum að byrja leikinn við vorum eins og froskar í upphafi leiks en það var mjög ánægjulegt að fara inn í landsleikjahlé með sigur á bakinu,” sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir, leikmaður Vals, glöð með leikinn. Valur byrjaði leikinn mjög illa og lentu þær 15 stigum undir þegar fyrsti leikhluti var búinn. „Við vorum hægar á löppunum, við létum þær valta yfir okkur á öllum sviðum leiksins, þær keyrðu betur á körfuna, fundu opna leikmenn og voru grimmar í fráköstunum.” Dagbjört sagði að liðið hafi talað um það inn í klefa að þær þurftu bara að rífa sig í gang ef þær ætluðu að vinna leikinn. Þær ætluðu að nýta stóru leikmennina sína betur í seinni hálfleik sem kom á daginn að það gekk upp og var þar Hildur Björg fremst í flokki. „Það kom sjálfstraust í liðið í fjórða leikhluta þar sem við fórum að treysta á hvor aðra sem skilaði sér á endanum,” sagði Dagbjört sem hrósaði liði Blika í lokinn fyrir góðan leik. Boltinn í loftinu og tveir Blikar og einn Valsari berjast um knöttinn.vísir/vilhelm Ólafur Jónas Sigurðsson: Við erum alltaf að klikka á of mikið af sniðskotum „Enn og aftur byrjuðum við hrikalega illa í fyrsta leikhluta, Breiðablik hitti mjög vel, við einfölduðum síðan hlutina í leiknum og kom Dagbjört með góða innkomu af bekknum,” sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í leikslok. „Það er ekkert nýtt að við klikkum á sniðskotum, sérstaklega í byrjun leikja þetta virkar einsog við þurfum að fá nokkur högg áður en við förum að bíta frá okkur. Við þurfum að vinna í þessum hlut hvort það sé einbeitingin eða annað þarf ég að finna út úr.” Valur vinnur þennan leik með tveimur áhlaupum bæði í lok fyrri hálfleiks sem og í fjórða leikhluta sem gerði Blika stelpum erfitt fyrir. „Sóknarlega vorum við að finna betri takt sem skilaði sér í betri nýtingu í skotunum ásamt því fengum við betri varnarleik þar sem við ofhugsðum ekki hlutina heldur skiptum rétt á mönnum.” Sóllilja Bjarnadóttir með boltann en Helena og Dagbjört fylgjast með.vísir/vilhelm Ívar Ásgrímsson: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel „Mér fannst við vera að spila vel mest allan leikinn, það sem fór með leikinn var lélegur kafli í lok annans leikhluta þar hættum við að gera vel og sóttum lítið á körfuna ásamt því að við hreyfðum okkur lítið og hættum að sækja inn í teig líkt og við höfðum gert svo vel,” sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Blika um hvað varð til þess að liðið tapaði. Valur áttu frábæran kafla í fjórða leikhluta þar sem þær tóku 13 - 0 áhlaup sem slökkti á Blika liðinu og var til þess að Valur vann leikinn nokkuð sannfærandi að lokum. Ívar fannst andstæðingurinn hitta vel í lokinn þar sem hans lið lokaði svæðum nálægt körfunni vel en þá komu skot fyrir utan. Ívar var ánægður með sitt lið í kvöld, það var margt í þeirra leik sem hann tekur jákvætt út úr leiknum og er liðið að bæta sig á milli leikja sem er vel að mati Ívars og kemur landsleikja pása á góðum tíma fyrir Ívar og stelpurnar hans þar sem hann sagðist ætla nýta hana vel í að fín pússa ákveðna hluti. „Körfubolti er mjög auðveld íþrótt þegar þú hittir vel, við verðum að geta haldið áfram að sækja á körfuna og vera með sjálfstraust þó öll skotin fara ekki niður. Heilt yfir er ég ánægður með leikinn en það vantaði bara að hitta betur undir lok leiks,” sagði Ívar og bætti við að með smá heppni hefðum við getað tekið þennan leik. Dominos-deild kvenna Valur Breiðablik
Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. Þær unnu að lokum 88-78 sigur í kvöld. Seinasti leikur hjá liðunum fyrir landsleikja hlé fór fram á Origo vellinum. Liðin mættust í fyrstu umferð þar sem Breiðablik vann á gólfinu en tapaði leiknum á ólöglegum leikmanni. Þórdís Jóna setti tóninn í liði Blika strax í upphafi leiks með góðri þriggja stiga körfu. Það sást langar leiðir að Blika stelpur voru búnar að gíra sig vel inn í leikinn því þær tóku frumkvæðið og spiluðu frábærlega. Sóknarleikur Vals var mjög staður í fyrsta fjórðung, þær komust oft nálægt körfunni sem á að vera auðveld færi fyrir reynda leikmenn eins og Hildi og Helenu en bæði þær og aðrar voru ekki að finna leið til að koma boltanum ofan í körfuna og mátti oft þakka þéttri vörn Blika sem gaf ekkert eftir. Sigrún með boltann en Isabella verst henni.vísr/vilhelm Breiðablik byrjaði annan leikhluta líkt og þær enduðu þann fyrsta en það var síðan ákveðin kaflaskil þegar tæplega þrjár og hálf mínúta var eftir. Valur spilaði þá frábæra vörn þar sem þær bæði pressuðu hátt á völlinn og spiluðu þétt á hálfum velli. Sóknarlega gekk allt upp Vals megin og mátti sjá flott tilþrif þegar Helena réðst á körfuna og gaf aftur fyrir bak sendingu á Hildi sem setti niður sniðskot og fékk víti að auki. Hildur endaði síðan á að skorar síðustu fimm stig leiksins og munurinn aðeins fimm stig þegar haldið var til búningsklefa. Breiðablik kom af krafti inn í seinni hálfleikinn þar sem þær hittu mjög vel og tóku tíu stiga forystu, Ísabella Ósk var allt í öllu í liði Blika í því áhlaupi bæði varnar og sóknarlega. Valur sýndu úr hverju þær eru gerðar undir lok þriðja leikhlutar og í upphafi síðasta fjórðungs þar sem þær jöfnuðu leikinn strax í upphafi fjórða leikhluta. Þá tók við frábær kafli hjá Vals liðinu þar sem þær voru með öll völd á vellinum bæði sóknar og varnarlega sem endaði með 13 - 0 á hlaupi þar sem Valur var kominn með níu stiga forskot eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Þetta var of mikil munur fyrir Blika stelpurnar og vann Valur leikinn 88 - 78. Þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik náðu Blikar ekki að fylgja því eftir.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Þó Valur byrji ekki alltaf leikina sína vel eru þær með leikmenn innanborðs sem þekkja það að vinna körfubolta leiki betur en flestar. Það var lítill skjálfti í liði Vals heldur breyttu þær aðeins um áherslur varnarlega fóru að pressa Blika stelpurnar hátt upp á völlinn sem og þétta vörnina á hálfum velli sem stoppaði góðan sóknarleik Blika. Hverjar stóðu upp úr? Dagbjört Dögg átti skínandi leik í kvöld. Dagbjört kom inná af bekknum og setti mikilvæg skot niður sem endaði sem mikill vendipunktur í leiknum. Dagbjört gerði 21 stig og tók 6 fráköst. Hildur Björg hafði hægt um sig til að byrja með en kom síðan vel inn í leikinn þegar mest á reyndi og gerði hún 20 stig. Það voru margir ljósir punktar í liði Blika. Ísabella Ósk er ein af þeim, hún var góð á báðum endum vallarins og þá sérstaklega varnarlega þar sem hún verndaði körfuna mjög vel. Ísabella var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 10 stig og tók 10 fráköst. Hvað gekk illa? Til að byrja með átti Valur í miklum erfiðleikum með að setja auðveldu skotin niður, þær klikkuðu á mörgum sniðskotum jafnt sem stuttum tvistum. Breiðablik lenti oft í erfiðleikum með að stíga sterkar Vals stelpur út sem gerði það að verkum að þær tóku mörg sóknarfráköst eða 15 talsins. Hvað gerist næst? Eftir að liðin hafa leikið fimm leiki í janúar mánuði verður gert hlé á deildinni sökum verkefni hjá A landsliði kvenna. Bæði Valur og Breiðablik leika næst 14. Febrúar. Valur mætir KR á útivelli klukkan 16:00. Á sama tíma heimsækir Breiðablik Fjölni í Dalhús. Dagbjört Dögg með boltann í leiknum í kvöld. Hún átti skínandi góðan leik.vísir/vilhelm Dagbjört Dögg: Ræddum það í hálfleik að rífa okkur í gang „Þetta var góður sigur. Við ætluðum að byrja leikinn við vorum eins og froskar í upphafi leiks en það var mjög ánægjulegt að fara inn í landsleikjahlé með sigur á bakinu,” sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir, leikmaður Vals, glöð með leikinn. Valur byrjaði leikinn mjög illa og lentu þær 15 stigum undir þegar fyrsti leikhluti var búinn. „Við vorum hægar á löppunum, við létum þær valta yfir okkur á öllum sviðum leiksins, þær keyrðu betur á körfuna, fundu opna leikmenn og voru grimmar í fráköstunum.” Dagbjört sagði að liðið hafi talað um það inn í klefa að þær þurftu bara að rífa sig í gang ef þær ætluðu að vinna leikinn. Þær ætluðu að nýta stóru leikmennina sína betur í seinni hálfleik sem kom á daginn að það gekk upp og var þar Hildur Björg fremst í flokki. „Það kom sjálfstraust í liðið í fjórða leikhluta þar sem við fórum að treysta á hvor aðra sem skilaði sér á endanum,” sagði Dagbjört sem hrósaði liði Blika í lokinn fyrir góðan leik. Boltinn í loftinu og tveir Blikar og einn Valsari berjast um knöttinn.vísir/vilhelm Ólafur Jónas Sigurðsson: Við erum alltaf að klikka á of mikið af sniðskotum „Enn og aftur byrjuðum við hrikalega illa í fyrsta leikhluta, Breiðablik hitti mjög vel, við einfölduðum síðan hlutina í leiknum og kom Dagbjört með góða innkomu af bekknum,” sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í leikslok. „Það er ekkert nýtt að við klikkum á sniðskotum, sérstaklega í byrjun leikja þetta virkar einsog við þurfum að fá nokkur högg áður en við förum að bíta frá okkur. Við þurfum að vinna í þessum hlut hvort það sé einbeitingin eða annað þarf ég að finna út úr.” Valur vinnur þennan leik með tveimur áhlaupum bæði í lok fyrri hálfleiks sem og í fjórða leikhluta sem gerði Blika stelpum erfitt fyrir. „Sóknarlega vorum við að finna betri takt sem skilaði sér í betri nýtingu í skotunum ásamt því fengum við betri varnarleik þar sem við ofhugsðum ekki hlutina heldur skiptum rétt á mönnum.” Sóllilja Bjarnadóttir með boltann en Helena og Dagbjört fylgjast með.vísir/vilhelm Ívar Ásgrímsson: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel „Mér fannst við vera að spila vel mest allan leikinn, það sem fór með leikinn var lélegur kafli í lok annans leikhluta þar hættum við að gera vel og sóttum lítið á körfuna ásamt því að við hreyfðum okkur lítið og hættum að sækja inn í teig líkt og við höfðum gert svo vel,” sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Blika um hvað varð til þess að liðið tapaði. Valur áttu frábæran kafla í fjórða leikhluta þar sem þær tóku 13 - 0 áhlaup sem slökkti á Blika liðinu og var til þess að Valur vann leikinn nokkuð sannfærandi að lokum. Ívar fannst andstæðingurinn hitta vel í lokinn þar sem hans lið lokaði svæðum nálægt körfunni vel en þá komu skot fyrir utan. Ívar var ánægður með sitt lið í kvöld, það var margt í þeirra leik sem hann tekur jákvætt út úr leiknum og er liðið að bæta sig á milli leikja sem er vel að mati Ívars og kemur landsleikja pása á góðum tíma fyrir Ívar og stelpurnar hans þar sem hann sagðist ætla nýta hana vel í að fín pússa ákveðna hluti. „Körfubolti er mjög auðveld íþrótt þegar þú hittir vel, við verðum að geta haldið áfram að sækja á körfuna og vera með sjálfstraust þó öll skotin fara ekki niður. Heilt yfir er ég ánægður með leikinn en það vantaði bara að hitta betur undir lok leiks,” sagði Ívar og bætti við að með smá heppni hefðum við getað tekið þennan leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti