Erlent

Hét því að setja aukinn kraft í bólu­setningar

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden hefur sagt markmiðið vera að ná að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum sínum í embætti.
Joe Biden hefur sagt markmiðið vera að ná að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. Getty

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gær að setja aukinn kraft í bólusetningu þar í landi þannig að flest allir Bandaríkjamenn verði búnir að fá bólusetningu gegn Covid-19 í lok sumars eða snemma í haust.

Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær sagði Biden að nýja ríkisstjórnin muni senda fleiri bóluefnaskammta til ríkjanna auk þess sem 200 milljónir skammta af bóluefni frá Pfizer og Moderna verði keyptir hið snarasta.

Þá eigi einnig að dreifa efninu mun hraðar en hingað til hefur verið raunin, þannig að um 1,4 milljónir fái nú bóluefni á hverjum degi í Bandaríkjunum og tíu milljónir skammta á viku, næstu þrjár vikurnar.

Biden segir að takmarkið sé síðan að ná að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á hundrað dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×