Vægast sagt óheppileg staða Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Arnar Pétursson er þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Guðmundur Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins. vísir/bára og EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02