Erlent

Sau­tján milljónir dala úr þrota­búi og til fórnar­lamba

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 68 ára Harvey Weinstein var á síðasta ári dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisárás.
Hinn 68 ára Harvey Weinstein var á síðasta ári dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisárás. Getty/Spencer Platt

Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna.

Hinn 68 ára Weinstein var á síðasta ári dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi. Bæturnar skulu greiddar úr þrotabúi Weinstein Co sem var lýst gjaldþrota árið 2018.

Dómarinn Mary Walrath hafnaði beiðni sumra fórnarlamba Weinstein sem sóttust eftir að áfrýja málinu til annarra dómstóla, utan þess sem hefur haft gjaldþrot félagsins til meðferðar. Án þessa sáttagerðar myndu stefnendur fá „lágmarksbætur, ef einhverjar bætur yfir höfuð“. sagði dómarinn.

Weinstein var einn stofnenda kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Weinstein Co sem framleiddi fjölda kvikmynd, en starfsemi félagsins féll saman í lok árs 2017 í kjölfar umfangsmikilla ásakana kvenna á hendur Weinstein. Hann var svo sakfelldur fyrir að hafa nauðgað leikkonu og beitt aðstoðarkonu í kvikmyndaveri kynferðisofbeldi.

BBC greinir frá því að dómarinn í málinu segi 83 prósent stefnenda hafa lýst yfir vilja til að loka málinu á þennan máta.

Þessar sautján milljónir dala munu skiptast á hendur rúmlega fimmtíu stefnenda, þar sem konurnar sem urðu fyrir alvarlegustu brotunum munu fá greiddar rúmlega hálfa milljón dala í miskabætur.


Tengdar fréttir

Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein

Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein.

Weinstein dæmdur í 23 ára fangelsi

Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn, hefur verið dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×