Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:44 Töf hefur orðið á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca sem vonir standa til að fái markaðsleyfi í Evrópu á næstu dögum. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira