Körfubolti

Enn tapar KR, ó­trú­leg endur­koma Fjölnis og Snæ­fell lagði Breiða­blik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfell vann góðan sigur á Breiðabliki í dag.
Snæfell vann góðan sigur á Breiðabliki í dag. Vísir/Vilhelm

Þremur leikjum í Dominos-deild kvenna í körfubolta er nú lokið. Ekkert gengur hjá KR sem hefur tapað sex leikjum í röð. Fjölnir lagði bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi og Snæfell vann mikilvægan sigur á heimavelli gegn Breiðabliki

Haukar unnu öruggan 14 stiga sigur á KR í Vesturbænum í dag, lokatölur 65-79 gestunum í vil. Alyesha Lovett var frábær í liði Hauka og skoraði 20 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki og tapað þremur. KR hefur á sama tíma tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni.

Fjölnir kom til baka gegn Skallagrím og vann frábæran tveggja stiga sigur, 76-74. Fjölnir var sjö stigum undir eftir fyrsta fjórðung en vann sig hægt og rólega inn í leikinn. Sara Carina Vaz Djassi tryggði Fjölni sigurinn með þriggja stiga körfu í þann mund er leiknum lauk.

Sara Carina skoraði 12 stig og tók tíu fráköst í leiknum. Ariel Hearn var stigahæst í liði Grafarvogsbúa með 26 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar.

Snæfell vann sjö stiga sigur á Breiðabliki í Stykkishólmi í dag, lokatölur 68-61. Haiden Denise Palmer var með tvöfalda tvennu í liði Snæfells. Hún skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. Þá gaf hún sex stoðsendingar. Hjá Blikum var Jessica Kay Loera stigahæst með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×